Saga - 1995, Blaðsíða 40
38
VALUR INGIMUNDARSON
Vilhjálmur Þór ekki, að íslendingar vissu sannleikann í málinu,
enda kynni það að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stjómarsamstarf-
ið. A fundinum freistaðist Vilhjálmur enn fremur tíl þess að spyrja,
hvort ekki mættí ná betri samningum? En Hoover svaraði því tíl, að
tílboðið endurspeglaði stefnu Bandaríkjastjómar í þessu máli.108 Vil-
hjálmur hélt rakleiðis tíl New York eftír fundinn í utanríkisráðu-
neytínu og sendi Hermanni Jónassyni símskeyti um kvöldið 26.
október, þar sem hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu af „gefnu til-
efni frá mér" samþykkt, að samningurinn um lánið færi fram sam-
hliða en ekki í tengslum við vamarmálin.109
Alþýðuflokksmenn héldu áfram tílraunum sínum tíl að komast að
málamiðlun við Bandaríkjamenn í lok október. Til dæmis hitti Muccio
108 Sama.
109 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-62: Vilhjálmur
Þór til Hermanns Jónassonar, 26. október 1956. Skeytið er svohljóðandi:
I gærkveldi kl. 5 fékk ég loks svarið frá utanríkisráðherranum. Ég fór síðan
þegar fundinum lauk beint hingað til N.V. |New York] og símaði þér, og gaf í
skyn að hægt væri að fá upplýsingamar um svarið ef þú vildir símtala við mig
í dag. - En þar sem mín flugferð er heim um hádegi í dag - og þar sem svarið
er merkt ofan og neðan „SECRET" [leyndarmál], þá er að sjálfsögðu best að þú
fáir það í kvöld, því ekki má setja það í símskeyti, og varla skýra það of ýtar-
lega í síma heldur. - Hr. Hoover tók fram á fundinum í gær að gefnu tilefni
frá mér, að
1. Samningurinn um 3 mþlljóna] $ lánið færi fram „concurrently with" [sam-
hliða] - en ekki „in connection with" [í sambandi við] the defense agreement
[vamarsamkomulagið]. Hann sagðist vonast til þess að þetta kæmi ekki að
neinum baga fyrir okkur, en þeir gætu ekki vegna „public opinion" [almenn-
ingsálits] og ástands sem hér væri nú (vafalaust átt við kosningamar sem
fram eiga að fara 6. nóv.) haft þetta öðruvísi. - Hann tók fram að undirstrikast
[sic], það sem skrifað er, að ekki þyrfti að bíða eftir fyrst að ganga frá hervam-
arsamningnum, til þess að ganga frá láninu. ...
2. Hoover og þeir sem með honum voru á fundinum benti á, að ef okkur lægi
mjög á með Sogsframkvæmdir væri e.t.v. rétt strax að biðja að Ex-import Bank
sendi mann heim til að sannfæra sig um ágæti Sogs „plansins"- þetta skilst
mér sé algjört formsatriði. Þegar mér er fengið loforð fyrir láni gegnum land-
búnaðarvörukaup, ættum við að hafa nægjanlega peninga innl. og erlenda til
Sogsins - og væntanlega einnig í fosfatáburðinum eins og ástandið er orðið í
heiminum.
Ég hef að sjálfsögðu ekki rætt um hervamarmál hér, hef sagt að ég hefði
ekki til þess neitt umboð. - Hins vegar hef ég hlustað mjög hvað sagt hefur
verið um þau. ... Kveðja til Eysteins [Jónssonar]. Ég geri ráð fyrir að þessar
upplýsingar gangi frá þér til hans.