Saga - 1995, Side 41
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
39
Guðmund í. Guðmundsson í Reykjavík sama dag og Vilhjálmur Þór
fékk minnisblaðið í hendur í Washington. Þar sem fundurinn var
haldinn áður en Hoover tók á móti Vilhjálmi Þór, er ólíklegt, að
Guðmundur hafi vitað um lánstilboð Bandaríkjamanna. Hvað sem
því líður, þá tjáði Guðmundur Muccio, að þeir Emil Jónsson væru að
vuuia að tillögum um lausn málsins, sem yrðu kynntar í viðræðun-
um við Bandaríkjamenn. Kvaðst Guðmundur ætla að reyna að haga
því þannig, að ekki tækju þátt í viðræðunum aðrir en hann sjálfur,
Emil Jónsson og Vilhjálmur Þór.110 Muccio hafði þetta að segja um
fundinn:
Hann [Guðmundur í.] vonaðist til þess, að samkomulag næð-
ist í meginatriðum milli okkar fyrir árslok, svo að unnt yrði að
teggja það fram á ríkisstjómarfundi, þegar hann teldi það
henta. Hann sagði, að stjómin þyrfti að taka mikilvasgar
ákvarðanir í fjárhags- og efnahagsmálum fram að áramótum,
°g því væri betra að komast hjá því að leggja fram samkomu-
lagið á þessu tímabili. Hann gerir ráð fyrir aukasamningum,
sem „þyrfti ekki að leggja fyrir stjómina eða Alþingi . . ."
Hann ítrekaði þá tillögu, sem lögð var fram í Washington
[hér er átt við fundi Emils Jónssonar með bandarískum ráða-
mönnum], að viðræðunefndimar væm skipaðar eins fáum
fulltrúum og unnt væri. Hins vegar væri mikilvægt, að efni
viðræðnanna yrði haldið leyndu, „einkum fyrir kommúnist-
um".ln
uðmundur taldi með öðrum orðum, að hann gæh samið við Banda-
nkjamenn um viðbótarsamninga um vamarmálin, sem haldið yrði
eyudum fyrir Alþýðubandalagsráðhemmum og Alþingi. Guðmund-
Ur fór ekki nánar út í það, hvað ætti að felast í þessum aukasamn-
jugum, en gera má ráð fyrir því, að Bandaríkjamönnum yrði veitt
eimild fyrir meiri hemaðammsvifum á íslandi en vamarsam-
omulagið kvað á um. Ef Guðmundur hefði talið, að herinn ætti að
ara ur landi, þá hefði að minnsta kosti ekkert staðið í vegi fyrir því
a fjalla um þá ákvörðun á ríkisstjómarfundi. Tímasetningin var ekki
. ur mikilvæg: Guðmundur gaf í skyn áður en til vopnavalds Sov-
ehnanna kom í Ungverjalandi, að hann vildi komast að samkomu-
agi við Bandaríkjamenn, sem báðar ríkisstjómir gætu fellt sig við.
NA, RG 59, Box 4417,840B.00/10-2556: Muccio til Dulles, 25. október 1956.
Ó1 Sama.