Saga - 1995, Blaðsíða 43
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
41
Bandaríkjamertn gerðu sér grein íyrir því, að þeir yrðu að fella sig
við einhverjar breytingar á vamarsamningnum til að gera stjóminni
kleift að bjarga virðingu sinni heima fyrir. Þeir vom til að mynda
reiðubúnir til að ganga að þeim skilmálum, að þeir vamarliðsmenn,
sem fengjust við hemaðarstörf á Keflavíkurflugvelli, yrðu ekki leng-
ur en tvö ár í senn á íslandi og tæknimenn og annað starfsfólk að-
eins eitt ár. Ef þessi háttur kæmist á, hefði það í för með sér meiri
kostnað, ekki síst vegna þess, að íslensk stjómvöld væm mótfallin
því, að svartir hermenn væm á íslandi!113 Það væri hins vegar þess
virði, ef Bandaríkjamenn fengju að halda hemaðaraðstöðu sinni.
Uppreisnin í Ungverjalandi og stefnubreyting
stjórnarinnar
Innrás Sovétmanna í Ungverjaland og árás Breta, Frakka og ísraela
a ^gyptaland um mánaðamótin október-nóvember höfðu mikil áhrif
a Islandi. Allir stjórnmálaflokkar nema Sósíalistaflokkurinn sam-
þykktu harðorðaðar ályktanir gegn íhlutun Sovétmanna í Ungverja-
landi, þar á meðal miðstjóm og þingflokkur Alþýðubandalagsins.
Bósíalistaflokkurinn þagði þunnu hljóði, en Einar Olgeirsson tjáði
austur-þýskum skoðanabræðmm sínum nokkmm mánuðum síðar,
að flokksforysta Sósíalistaflokkins hefði með erfiðismunum komið í
Veg fyrir, að miðstjóm flokksins færi að dæmi Alþýðubandalagsins í
þessu máli.114 Andúð almennings á framferði Sovétmanna í Ung-
verjalandi kom sér illa fyrir íslenska sósíalista, sem áttu nú í vök að
verjast. Alþýðubandalagið gaf út yfirlýsingu, þar sem hemaðarað-
gerðum Sovétmanna í Ungverjalandi var lxkt við dvöl bandarísks
herliðs á íslandi og staðhæft, að innrás Breta og Frakka í Egyptaland
hefði gert stofnsamning NATO að engu. Þessi málflutningur hafði
P° takmörkuð áhrif, enda fóm málgögn Framsóknarflokksins115 og
113 NA, Military Branch, RG 218, Box 10, 660.2. Iceland (8-20-43): CINCLANT
til CNO, 27. október 1956.
114 Stiftung Archiv der Parteien und Massenorganizationen der DDR im
Bundesarchiv (Berlín), Zentralkomitee der Sozialistischen Einheitspartei
Deutschlands [ZK der SEDJ, IV 2/20/286: Minnisblað, viðræður við Einar Ol-
geirsson, 28 febrúar 1957.
tt5 Tfminn 6. nóvember 1956. í blaðinu segir, að „hin grimmúðlega og svívirðilega
ofbeldisárás Rússa á Ungverja" hafi „breytt ásýnd heimsins". Þetta kallaði á
„endurmat á viðhorfi allra þjóða á alþjóðasamskiptum".