Saga - 1995, Qupperneq 44
42
VALUR INGIMUNDARSON
Aiþýðuflokksins116 að undirbúa flokksfélaga sína undir áframhald-
andi hersetu á íslandi.
Eftir atburðina í Ungverjalandi og Egyptalandi voru Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur í mun betri aðstöðu til að gera samkomu-
lag við Bandaríkjamenn og réttlæta stefnubreytinguna heima fyrir.
Svo virðist sem Guðmundur í. og Hermann Jónasson hafi ekki talið
nauðsynlegt að finna málamyndalausn á hermálinu: Það var unnt að
semja um óbreytt ástand í varnarmálum og greiða þannig fyrir
efnahagsaðstoð til stórframkvæmda innanlands, því að fokið hafði í
flest skjól fyrir sósíalistum eftir framferði Sovétmanna í Ungverja-
landi. Þær viðræður, sem fóru fram milli íslenskra og bandarískra
stjórnvalda 20.-24. nóvember í Reykjavík, voru því í raun forms-
atriði. Áður hafði Vilhjálmur Þór gefið í skyn við fulltrúa í banda-
ríska sendiráðinu á íslandi, að lausn hermálsins væri í sjónmáli, en
lagði áherslu á, að Bandaríkjamenn sýndu ekki „of mikla hörku" í
samningaviðræðunum. Vilhjálmur sagði, að margir framsóknarmenn
hefðu skipt um skoðun í hermálinu og væru sammála sér um nauð-
syn þess að starfrækja áfram Keflavíkurstöðina. Afstaða Hermanns
Jónassonar hefði til dæmis breyst mikið á síðustu mánuðum.117
Muccio, sem var í fyrirsvari fyrir bandarísku sendinefndina í við-
ræðunum í Reykjavík, fékk þau fyrirmæli fyrir fundina að halda
fast við þá stefnu Bandaríkjastjómar að hafa herlið á íslandi í sam-
ræmi við ályktun Norður-Atlantshafsráðsins, en vera reiðubúinn til
að ganga að kröfum íslenskra stjómvalda um að fleiri Islendingar
tækju við störfum Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Enn frem-
ur var lagt fyrir hann, að samþykkja tillögur um, að óbreyttir borg-
arar tækju að sér fleiri störf, sem hermenn inntu af hendi, og gilti
þá einu hvort um íslendinga eða Bandaríkjamenn yrði að ræða.118
Guðmundur I., Emil Jónsson og Tómas Ámason, yfirmaður vamar-
máladeildar utanríkisráðuneytisins, vom fulltrúar íslands í viðræð-
unum. Vafalaust hefur framsóknarmönnum þótt óráðlegt, að Vil-
hjálmur Þór væri í nefndinni sökum þess, að það kynni að gera
tengslin milli her- og lánamálanna of augljós. Emil sagði síðar, að
116 Alþýðublaðið 6. nóvember 1956.
117 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/11-
12356: Minnisblað, samtal við Vilhjálm Þór, 12. nóvember 1956.
118 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711. 56340/11-2756,
Afrit af minnisblaði frá Hoover til Muccios, dagsettu 17. nóvember 1956.