Saga - 1995, Qupperneq 45
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
43
enginn ágreiningnr heföi orðið í nefndinni um að „viðhorfin hefðu
breytzt svo gersamlega við innrásina í Ungverjaland, og ástandið í
Evrópu svo ótryggt, að ekki kæmi til mála að láta vamarliðið þá fara,
eins og á stóð".n9 Bandaríkjamenn þurftu því ekki að slaka á ýtr-
ustu kröfum sínum, eins og þeir höfðu ráðgert fyrir viðræðumar.120
Framkvæmdanefnd bandaríska Þjóðaröryggisráðsins (Operations Co-
ordinating Board) komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum 30. nóv-
ember, að ekkert væri því til fyrirstöðu að standa við þær skuldbind-
uigar um efnahagsaðstoð, sem vom gefnar í minnisblaðinu 25. októ-
ber vegna þess, að viðræðumar í Reykjavík hefðu gengið mjög vel.121
Bandaríkjamenn hækkuðu meira að segja lánsupphæðina úr þremur
1 fjórar milljónir dollara að ósk Eysteins Jónssonar.122
Ekkert var látið uppskátt um efni viðræðnanna af hálfu stjóm-
valda fyrr en Guðmundur í. gerði grein fyrir samkomulaginu123 á
Alþingi tveimur vikum síðar, en Bandaríkjamenn vildu fyrst bera
það undir helstu stjómarstofnanir í Washington. Reyndar hafði The
hleiv York Times greint frá helstu niðurstöðum viðræðnanna í lok
nóvember, og vakti fréttaflutningur blaðsins mikla athygli á ís-
U9 Hmil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 156.
120 NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/U-
2756: Minnisblað, Hoover til bandaríska sendiráðsins (París og Reykjavík), 27.
nóvember 1956.
121 Dwight D. Eisenhower Library, White House Office, NSC Staff, April -
November 1955, Box 36, Folder: Iceland #5 (2): Minnisblað, „OCB [Oper-
ations Coordinating Board] Minutes - Briefing on the Icelandic Base Negoti-
ations", 30. nóvember 1956.
122 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/11-2756: Utanríkisráðuneyti og ICA [Inter-
national Cooperation Administration] til bandaríska sendiráðsins (Reykja-
vík), 27. nóvember 1956. í orðsendingu Eysteins til Muccios, sem Vilhjálmur
Þór kom á framfæri, segir, að sú upphæð, sem „bráðliggur á ... [séu] 4 milljón-
ir dollarar" og nauðsynlegt sé „að umtalsverður hluti af láninu verði greiddur
út sem fyrst og allt lánið fyrir árslok". Sjá: NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/
11-2756: Muccio til Dulles, 27. nóvember 1956.
123 í sjálfu vamarsamkomulaginu við Bandaríkjamenn, sem staðfesti þá skipan
sem komið hafði verið á 1951, var ekkert minnst á lánamálin. Aðeins eitt ákvaeði
var nýtt í því: stofnun fastanefndar, sem ætlað var að kynna „sér vamarþarfir
með hliðsjón af ástandi í alþjóðamálum og ... [gera] tillögu um, hverjar ráð-
stafanir skuli gera í þessum efnum". Þessi nefnd var skipuð í Iok árs 1957, en
hafði engin áhrif á samskipti hersins og íslenskra stjómvalda. Alpt. 1956, B. 2,
d. 2287.