Saga - 1995, Blaðsíða 46
44
VALUR INGIMUNDARSON
landi.124 Frásögn fréttaritara blaðsins, Felix Belair, Jr., var í meginat-
riðum rétt, en þar kom m.a. fram, að herinn yrði áfram og Islending-
ar fengju Ián frá Bandaríkjamönnum. Sú fullyrðing hans að með
samkomulaginu ætti að sniðganga Atlantshafsbandalagið var þó úr
lausu lofti gripin. Þjóðviljititi og Morgunblaðið gerðu sér mat úr þess-
um fregnum og spurðu hvort vamir íslands hefðu verið gerðar að
verslunarvöru?125 Títninn og Alpýðublaðið gerðu aftur á móti sem
minnst úr fréttaflutningi The New York Titnes og minntu á, að ís-
lensk stjómvöld ættu eftir að gefa út yfirlýsingu um niðurstöður við-
ræðnanna.126 Guðmundur í. Guðmundsson réttlætti stefnubreytingu
stjómarinnar síðan í þingræðu 6. desember, með því að segja, að
ástandið í heimsmálunum væri alvarlegra en árið 1951.127 Þótt Al-
þýðubandalagið væri andvígt „þeim forsendum frestunar", sem til-
greindar vom í samkomulaginu, var það ekki reiðubúið til að láta
það varða stjómarslitum. Ástæðan væri sú, að „aðstæður" væm „ekki
heppilegar nú til að tryggja samninga um brottför hersins", eins og
Hannibal Valdimarsson orðaði það.128 Einar Olgeirsson tók í sama
streng og sagðist „fyllilega sammála því" að „fresta því að hefja end-
urskoðunina" um nokkra mánuði.129 Beindi hann þó þeirri spum-
ingu til utanríkisráðherra, hvort rætt hefði verið um „aðra hluti, til
dæmis lán eða annað slíkt" í sambandi við samkomulagið.130 Guð-
mundur í. ítrekaði fyrri ummæli sín131 um að svo væri ekki: „Það
hafa engir aðrir samningar verið gerðir við Bandaríkjamenn en þeir
tveir, sem ég las hér upp. Við gerðum ekki drög að neinum öðmm
samningum við þá, og ég ræddi ekki við þá um neinar lántökur."132
Þessi ummæli geta ekki átt við rök að styðjast, því að lánamálin bar á
góma í viðræðunum við Bandaríkjamenn um vamarmálin.133 Þótt
124 The New York Times, 26., 27. og 28. nóvember 1956. Sjá einnig: Hggert Þór
Bemharðsson: „íslendingar og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna", bls. 81-8.
125 Morgunblaðið 2. desember 1956. Þjóðviljinn 5. desember 1956.
126 Alþýðublaðið 30. nóvember 1956. Timinn 30. nóvember 1956.
127 Alþt. 1956 B. 2, d. 2285.
128 Sama, d. 2288-9.
129 Sama, d„ 2302.
130 Sama, d. 2303.
131 Sama,d. 2287.
132 Sama, d. 2306.
133 NA, RG 59, Box 3175,74OB.00/1-2257: Skýrsla, „Review of Political Develop-
ments, November 30,1956-January 21,1957", 22. janúar 1957.