Saga - 1995, Page 47
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
45
Guðmundur hafi ekki setið fundina í Washington um lánamálin, þá
var honum að sjálfsögðu kunnugt um, að Bandaríkjamenn gerðu það
að skilyrði fyrir efnahagsaðstoð, að herinn yrði áfram. Allt frá því run
sumarið 1956 vissu sjálfstæðismenn, að Bandaríkjamenn væru fúsir
til að veita íslendingum efnahagsaðstoð til að tryggja áframhaldandi
dvöl hersins. Og þeir höfðu rökstuddan grun um, að lánaumleitanir
stjórnarinnar stæðu í sambandi við viðræðumar um vamarmálin.
Bjami Benediktsson134 og Ólafur Thors vom því ekki ánægðir með
svar Guðmundar og spurðu, hvað Vilhjálmur Þór hefði verið að gera í
Bandaríkjunum og hvort menn í umboði íslensku ríkisstjómarinnar
hefðu rætt lántökur í Bandaríkjunum í sambandi við vamarsamning-
ana?135
Guðmundur í. svaraði þessari fyrirspum ekki, en svar Hermanns
Jónassonar var mjög loðið. Hann staðfesti, að leitað hefði verið lána í
Bandaríkjunum, en sagði, að engin niðurstaða hefði fengist og bætti
því við, að þetta mál kæmi vamarsamningnum ekkert við.136 Þetta
synir, hve lánamálin vom viðkvæm fyrir stjómina: Hvorki Guðmund-
Ur né Hermann minntust á þátt Vilhjálms Þórs í þessum samninga-
viðræðum. Sú fullyrðing Hermanns, að ekki hafi verið samið um lán í
tengslum við hermálið er röng, enda fékk Eysteinn Jónsson loforð
Um það hjá Bandaríkjamönnum, að stjómin fengi strax lán til al-
•nennra þarfa eftir að samkomulagið um vamarmálin hefði verið
gert. Þetta fjögurra milljóna dollara lán var mjög hagstætt, enda með
aðeins 3% vöxtum. Enn fremur var Hermanni kunnugt um, að Banda-
ríkjamenn höfðu með minnisblaði sínu frá 25. október skuldbundið
S1g til að veita lán til virkjunar Sogsins í tengslum við hermálið. Vil-
hjárnur Þór hafði sagt honum, að það yrði „formsatriði" að ganga frá
því máli.137 Atvikin höguðu því reyndar svo, að það tók lengri tíma
a& fá Sogslánið en Vilhjálmur hafði vonast til. Bandaríkjamenn veittu
það þó eigi að síður um vorið 1957 á þeim forsendum, sem þeir
höfðu tilgreint í minnisblaði sínu, en það hljóðaði upp á fimm millj-
°nir dollara. Á sama hátt þáðu íslensk stjómvöld PL-480 Ián frá
Bandaríkjastjóm upp á 2,2 milljónir dollara auk láns til almennra
134 Alþt. 1956 B. 2, d. 2311.
135 Sama, d. 2313.
136 Sama, d. 2325.
137 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-62: Vilhjálmur
Þór til Hermanns Jónassonar, 26. október 1956.