Saga - 1995, Side 48
46
VALUR INGIMUNDARSON
vörukaupa að upphæð fimm milljónir dollara árið 1957.138 Þessi lán
voru með lágum vöxtum og til langs tíma, og þau voru öll í sam-
ræmi við þau fyrirheit sem Bandaríkjamenn höfðu gefið 25. október
til að tryggja áframhaldandi dvöl hersins.
Eins og gefur að skilja, voru Bandaríkjamenn ánægðir með vamar-
samkomulagið.139 Hins vegar lagði Muccio áherslu á, að Bandaríkja-
stjórn skyldi ekki lýsa opinberlega yfir samþykki sínu við lánveit-
ingunni fyrr en nokkmm dögum fyrir jól 1956, þar sem fyrirsjáan-
legt var að umræðum um efnahagsráðstafanir stjómarinnar lyki
ekki fyrr á Alþingi. Einnig væri betra að skýra frá samkomulagi
ríkjanna meðan á jólaönninni stæði vegna þess, að það mundi ekki
vekja eins mikla athygli og á öðmm árstíma. Tímasetningin gæti
líka orðið til að kveða niður þær raddir á Islandi, að besta leiðin til að
fá bandaríska efnahagsaðstoð væri að hóta því að snúa sér til Sovét-
ríkjanna og annarra austantjaldsríkja um lán.140 Nokkmm dögum
áður en Bandaríkjamenn hugðust tilkynna opinberlega inn lánið handa
fslendingum kom hins vegar babb í bátinn. Bandaríska alþjóðasam-
vinnustofnunin (ICA), sem hafði umsjón með efnahagsaðstoð Banda-
ríkjastjómar við önnur ríki, vildi herða lánaskilmálanna, m.a. með
því að stytta lánstímann úr 22 í 20 ár.141 Bandaríska utanríkisráðu-
neytið fékk því þó framgengt, að ICA féll frá kröfum sínum vegna
þess, að hér væri um „pólitískt lán" að ræða.142 Einn embættismaður
orðaði það svo:
Við leggjum mikla áherslu á, að ICA komi til móts við kröfur
íslenskra stjórnvalda . . . bæði af stjómmála- og efnahags-
ástæðum. íslendingar hafa orðið við óskum okkar varðandi
138 Dwight D. Eisenhower Library, White House Office, NSC Series, Policy
Papers Subseries, Box 21, Folder: NSC 5712/1 Policy toward Iceland 5/20/
57 (18), 20. maí 1957; Sama: folder: NSC 5712/1, Policy toward Iceland 10/
30/57 (20), 20. maí 1957; NA, RG 59, 740B.00/1-358: Skýrsla „Communists
in Government: A Year and a Half of More or Less Peaceful Coexistence",
bandaríska sendiráðið (Reykjavík) til utanrikisráðuneytis, 3. janúar 1958.
139 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/12-2856: Muccio til Hoovers, 28. desember
1956.
140 Sama.
141 Islensk stjómvöld höfðu óskað eftir því, að þeim yrði í sjálfsvald sett, hvort
þessi hluti yrði endurgreiddur í dollurum eða íslenskum krónum, en ICA
vildi það ekki.
142 NA, RG 59, Box 4418, 840B.10/12-2056: Beam til Murphys, 20. desember
1956.