Saga - 1995, Qupperneq 50
48
VALUR INGIMUNDARSON
Sjálfstæðismenn voru mjög reiðir í garð Bandaríkjastjómar fyrir
framkomu hennar í hermálinu, þótt þeir fæm ekki hátt með það. I
bréfi til bróður síns, Thors Thors, árið 1957 sakaði Ólafur Thors þá
um „að kaupa - alltaf að kaupa - fjandsamlegar stjómir, sem setjast
að völdum". Sú stjóm, sem hann hefði verið í forsvari fyrir á ámn-
um 1953-56, hefði hins vegar ekki getað „fengið einn eyri lánaðan hjá
þeim heiðursmönnum, ekki einn eyri, og verði þeim að góðu".147
Matthías Johannessen kveður enn fastar að orði og kýs að nefna þetta
„mútufé Bandaríkjastjórnar".148 Ólafur Thors virðist hafa viljað, að
Bandaríkjastjóm reyndi til þrautar að koma í veg fyrir, að stjómin
fengi lán á Vesturlöndum til að freista þess að fella hana.149 Fullyrða
má, að samkomulagið við Bandaríkjamenn árið 1956 hafi skipt miklu
máli í samskiptum þjóðanna: Tengsl lána- og varnarmálanna hafa
aldrei orðið eins augljós og þá. Ekki er þó þar með sagt, að það hafi
einungis verið vinstri stjórnin, sem fékk pólitísk lán hjá Bandaríkja-
mönnum. Bandaríkjastjórn var vissulega treg til að veita stjórn
Ólafs Thors lán á ámnum 1953-55, eða eftir að Marshallaðstoðinni
lauk. Samt komu Bandaríkjamenn stjóm hans til aðstoðar með 2,3
milljóna dollara lánveitingu í desember 1955 til að reisa sements-
verksmiðjuna á Akranesi, en hér var um pólitískt lán að ræða.150
Ólafur lætur hjá líða að minnast á þessa efnahagsaðstoð í bréfi sínu
til Thors Thors og Matthías Johannessen gerir það heldur ekki að
umtalsefni í frásögn sinni af lánastefnu vinstri stjórnarinnar. Spyrja
má einnig, hvort Ólafi Thors hafi ekki verið kunnugt um, að Kon-
rad Adenauer vildi tengja her- og efnahagsmálin með lánstilboði
sínu fyrir kosningar árið 1956? Markmið þess var, eins og áður sagði,
að styðja Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni. Mikilvægast er að
gera sér grein fyrir því, að vonlaust var að skilja að efnahags- og
varnarmálin. Bandaríkjastjóm vildi að öllu jöfnu ekki blanda þess-
um málum saman, en þegar stjórnmála- og hernaðarhagsmunum
hennar á íslandi var stefnt í hættu veitti hún íslenskum stjórnvöld-
um pólitísk lán. Þessi afstaða lá til grundvallar öllum lánveitingum
Bandaríkjamanna á ámnum 1955-58.
147 Matthías Johannesen: Ólafur Thors II, bls. 275.
148 Sama, bls. 284.
149 Sama, bls. 274.
150 NA, RG 59, Box 4421,84013.332/5-355: Dulles til bandaríska sendiráðsins (Róm),
30. september 1955. Sjá einnig: NA, RG 59, Control 7661, International Co-
operation Administration: John Hollister til bandaríska sendiráðsins (Reykja-
vík), 17. nóvember 1955.