Saga - 1995, Qupperneq 51
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
49
Flest bendir til þess, að Hermann Jónasson hafi í upphafi ætlað
sér að standa við loforðið um brottför hersins.151 Hermann reyndi að
koma í veg fyrir, að Guðmundur í. yrði utanríkisráðherra og leitaði
fyrst fyrir sér um lán hjá Vestur-Þjóðverjum og Frökkum áður en
hann sneri sér til Bandaríkjamanna. í þessu sambandi er vert að
geta þess, hve Ásgeir Ásgeirsson, forseti, virðist hafa haft mikil áhrif
bak við tjöldin í hermálinu og ekki hikað við að notfæra sér embætti
sitt í því skyni. Sú fullyrðing Mörtu Thors, að Bandaríkjastjóm hafi
boðið vinstri stjóminni stórfé að láni „síðsumars 1956" getur ekki
staðist.152 Bandaríkjamenn héldu að sér höndum í lánamálunum
þangað til í október vegna stjómarþátttöku sósíalista. Eftir á að hyggja
var afar óraunsætt af hálfu margra framsóknarmanna og Alþýðu-
flokksmanna að ætla, að unnt yrði að halda efnahags- og vamarmál-
unum aðskildum, þegar á reyndi. íslensk stjómvöld vildu ekki líta
við öðm en stórlánum til langs tíma, með lágum vöxtum, en þau
höfðu lítið sem ekkert annað að bjóða í staðinn en framlag íslands til
NATO, herstöðina á KeflavíkurflugveUi. Ekki verður því neitað, að
framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn vom í erfiðri aðstöðu eftir
oiyndun vinstri stjómarinnar. Þeir fengu ekki lán hjá vestrænum
þjóðum vegna stefnunnar í hermálinu og vom tregir til að þiggja
lán frá Sovétmönnum af ótta við, að það gerði ísland of háð austan-
tjaldsþjóðunum í efnahagsmálum. Auk þess mátti búast við, að
Fornmúnistaríkin vildu fá pólitískar ívilnanir í staðinn fyrir lánveit-
lr>guna. Einar Olgeirsson harmaði það til dæmis á fundi með austur-
þýskum embættismönnum í febrúar 1957, að þeir hefðu hætt við að
veita vinstri stjórninni lán vegna stefnubreytingarinnar í hermál-
mu.153 Hermann Jónasson komst í lokin að þeirri niðurstöðu að efna-
hagsstefna stjórnarinnar væri mikilvægari en brottför hersins.
Eins og Matthías Johannessen hefur bent á, minntust þeir stjórn-
málamenn, sem fjölluðu um málið í endurminningum sínum, ekk-
ert á lánið, sem veitt var í tengslum við vamarsamninginn.154 Ey-
steinn Jónsson segir til dæmis í ævisögu sinni:
151 Sjá NA, RG 59, Box 2887, U.S. National Security, 1955-1959, 711.56340B/
11-12356: Minnisblað, samtal við Vilhjálm Þór, 12. nóvember 1956.
!52 Matthías Johannesen: Ólafur Thors II, bls. 443.
153 Stiftung Archiv der Parteien und Massenorganizationen der DDR im
Bundesarchiv, ZK der SED, IV 2/20/286: Minnisblað, viðræður við Einar Ol-
geirsson, 28. febrúar 1957.
154 Matthías Johannessen: Ólafur Thors II, bls. 284.
4-Saga