Saga - 1995, Page 52
50
VALUR INGIMUNDARSON
Mest kvað að þeirri aðdróttun, að íslendingar hefðu horfið frá
því að láta vamarliðið fara úr landi, gegn því að fá í staðinn
vel útilátna fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Svo ramt kvað
að þessu, að bandarísk stjórnvöld mótmæltu söguburðinum
opinberlega vestra. Hér heima lýsti ríkisstjórnin hann til-
hæfulausan með öllu, enda vom lántökur íslendinga erlend-
is með líkum hætti í áraraðir - engin frávik í þeim efnum þau
misseri sem vinstri stjórnin sat.155
Hér er málum blandað. í fyrsta lagi mótmæltu bandarísk stjórnvöld
ekki þessum „söguburði" um tengsl her- og lánamálanna opinber-
Iega. I öðm lagi vom lántökur vinstri stjómarinnar öðm vísi en ann-
arra stjóma að tvennu leyti. Hún þáði lán, sem var veitt með því
skilyrði að herinn yrði áfram á íslandi, en engin önnur stjóm á ís-
landi hefur staðið frammi fyrir þessum kostum. í þriðja lagi má full-
yrða, að Eysteinn hefði aldrei óskað eftir því, að Bandaríkjamenn
hækkuðu þá lánsupphæð, sem þeir buðust til að leggja stjóminni til,
ef hann hefði viljað forðast að blanda saman her- og lánamálunum.
Loks má geta þess, að á fundi með Muccio í febrúar 1957 vitnaði Ey-
steinn sjálfur í þau ummæli aðstoðarflughersráðherra Bandaríkj-
anna, ]ames Douglas, sem hann hafði viðhaft í nóvemberviðræðunum
um vamarmálin í Reykjavík, að Bandaríkjamenn ætluðu að veita lán
til Sogsvirkjunar.156 - Emil Jónsson minnist heldur ekkert á lána-
málið í bók sinni og fullyrðir eins og Eysteinn, að „byltingin" í Ung-
verjalandi hafi ráðið „úrslitum" um stefnubreytingu stjórnarinn-
ar.157 Ekki hefur verið dregið í efa, að Ungverjalandsmálið hafi haft
áhrif á þá lausn sem fékkst í viðræðunum við Bandaríkjamenn: að
engar breytingar skyldu gerðar á varnarsamningnum. En hér hafa
verið færð rök fyrir því, að vinstri stjómin hafi verið reiðubúin til að
semja við Bandaríkjastjóm áður en til íhlutunar Sovétmanna kom í
Ungverjalandi.
Guðmundur I. ítrekaði síðar, að hann hefði séð til þess, að herinn
hyrfi ekki úr landi, en bætti því við, að „innrás Rússa í Ungverja-
land [hefði] bjargað ... málunum".158 Þessi fullyrðing styður þá
kenningu, að hægri armur Alþýðuflokksins hafi ætlað að koma í veg
155 Vilhjálmur Hjálmarsson: Eysteinn í stormi og stillu III, bls. 48-9.
156 NA, RG 59, 840B.2614/2-2257: Muccio til utanríkisráðherra, 22. febrúar 1957.
157 Emil Jónsson: Á milli Washington og Moskva, bls. 156.
158 Þorleifur Friðriksson: Undirheimar íslenskra stjórnmála, bls. 127.