Saga - 1995, Page 53
51
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
fyrir brottför hersins og vekur þá spurningu, hvort efnahagsaðstoð
Bandaríkjamanna hafi haft úrslitaþýðingu fyrir stjómarsamstarfið?
Arið 1957 kvaðst Ólafur Thors vera „alveg sannfærður um að stjóm-
m hefði sprungið ef blóðbaðið hefði ekki orðið í Ungverjalandi, vegna
þess að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu að lok-
uni/ hvað sem þeir í öndverðu ætluðu, guggnað á því að reka herinn
°g sitja þá eftir varnarlausir og peningalausir".159 Ólafur gerði ekki
ráð fyrir þeirri lausn að leyfa áfram dvöl hersins við önnur skilyrði.
Flest benti til þess, að sú yrði raunin áður en til atburðanna í Ung-
verjalandi kom, þótt það sé vitaskuld óvíst, hvort Alþýðubandalagið
hefði sætt sig við það. Hvað sem því líður, þá gátu þeir sem lögðu
^est undir vel við unað: Bandaríkjamenn náðu því markmiði sínu að
hTggja áframhaldandi dvöl hersins, án þess að nokkrar breytingar
yrðu gerðar á högum hans. Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn
fongu lán og tókst að halda stjóminni saman. En það, sem er ekki
síður umhugsunarvert, er, hvemig þessi niðurstaða fékkst: Stjómir
keggja ríkja beittu blekkingaraðferðum í vamar- og lánamálunum,
sem vom í fullkominni andstöðu við þær forsendur, sem lágu allri
samvinnu þeirra í kalda stríðinu til gmndvallar.
Höfundur þakkar Vísindasjóði fyrir stuðning við samningu þess-
arar greinar.
Summary
The article deals with the first major domestic political challenge,
lr* 1956, to the presence of U.S. armed forces in Iceland, since their
arnval in 1951 as part of the Western military build-up following
the outbreak of the Korean War. It chronicles one of the most hotly
c°ntested episodes in Icelandic politics during the 1950s, an epi-
s°de that began with a parliamentary resolution, in March 1956,
calling for the withdrawal of U.S. troops from Iceland, and that
c°ncluded with the decision of a center-left coalition govemment
to negate on a promise to implement it in November. The official
exPlanation offered by two government parties, the centrist Pro-
^59 Matthías Johannessen: Ólafur Thors II, bls. 270.