Saga - 1995, Page 57
Sagan og samtíminn
Ráðstefna um söguskoðun íslendinga
Sagan er alltaf eins konar samræða líðandi stundar við for-
tíð sína, og þegar hin líðandi stund breytist, þá breytast
líka þau erindi sem hún ber upp við fortíðina.1
Viðteknar söguskoðanir um íslandssöguna hafa mætt vaxandi
andspymu á síðari ámm. Spjótin beinast sérstaklega að hinni
þjóðemissinnuðu söguskoðun sem óx og dafnaði í skjóli sjálfstæðis-
hreyfingar íslendinga og varð allsráðandi á 20. öldinni. Þessi sögu-
skoðun lagði mönnum ekki aðeins til skilning á þjóðfrelsisbarátt-
unni, hún veitti ákveðna heildarsýn á íslandssöguna, gaf henni inn-
tak og stefnu, skilgreindi meginatburði hennar, bjó til hetjur og fól.
Sagnaritarar drógu úr djúpi sögunnar „þjóðleg tákn, hefði, hugsun-
arhátt og gildismat sem áttu að bera vitni um þjóðarkarakterinn,
séreðli Islendinga. Rómantíkin og þjóðemisstefnan hjálpuðu íslend-
ingum sem öðmm þjóðum „til að finna sjálfar sig", svo notuð séu
°rð Jóns Jónssonar Aðils, helsta merkisbera hinnar þjóðemissinnuðu
sóguskoðunar.2 Þjóðemisstefnan skilgreindi þannig sögulegan arf
Islendinga upp á nýtt og skapaði þjóðvitund sem enn á sterk ítök í
hugum fólks.
A tíma sjálfstæðisbaráttunnar naut þessi söguskoðun forræðis og
styrktist við hvem áfanga sem færði Islendinga nær sjálfstæði. í til-
tölulega vemduðu, „þjóðlegu" umhverfi lýðveldistímans urðu örar
efnahagsframfarir, hagur almennings batnaði og menningarlíf varð
stöndugra. Allt þetta höfðu menn til sannindamerkis um að pólitík
þjóðemisstefnunnar væri rétt hugsuð og sá söguskilningur sem hún
byggði á enn í fullu gildi.
Nú, í lok 20. aldar, hallar undan fæti fyrir þjóðernisstefnunni bæði
t Helgi Skúli Kjartansson, „ísland og „Evrópusamruni" miðalda. Sturlungaöld-
in og túlkun hennar í íslenskri sagnaritun", Andvari CXVII (1992), 151.
2 Íslenzkt pjóðerni. Alpýðufyrirlestrar (Reykjavík, 1903), 213.
S/4GÚ, tímarit Sögufélags XXXIII -1995, bls. 55-109