Saga - 1995, Page 58
56
SAGAN OG SAMTÍMINN
vegna margháttaðra breytinga í samfélaginu og nánari efnahags-
tengsla við umheiminn, en þá um leið skolast burt sá jarðvegur sem
söguskoðun hennar hefur þrifist í. Sagnfræðirannsóknir og sögu-
túlkanir á undanförnum tveim áratugum, sem hafa tekið inn á sig
þessar breytingar, eru gagnrýnar á söguskoðun þjóðemisstefnunnar
- og hafa jafnvel lagt drög að nýrri, margbrotnari túlkun. Umræðan
hefur borist yfir í fjölmiðla á síðari árum og í sjónvarpsþáttunum
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins vorið 1993 var boðuð ný söguskoðun sem
bauð hefðbundinni túlkun byrginn á eftirminnilegan hátt og kallaði
fram áköf viðbrögð.
Fjölmiðlaumræðan um söguskoðanir íslendinga staðfestir enn og
aftur að fortíðin skiptir máli fyrir skilning okkar á samtíðinni og
hvaða væntingar við gerum okkur um framtíðina. Sú sameiginlega
reynsla sem við köllum saga íslendinga lifir með okkur og orkar á
skoðanir okkar, tíl hennar sækjum við ekki aðeins þekkingu og skiln-
ing heldur gildismat og viðhorf, fyrirmyndir og víti til vamaðar.
Sagan stendur íslendingum jafnvel nær en mörgum öðmm þjóðum,
vilja margir ætla, vegna þess hve mjög þeir hafa sótt til hennar í
leit að sjálfsvitund og sjálfsskilningi. Því koma tilraunir til endur-
skoðunar á íslandssögunni við kaunin á fleimm en sagnfræðingum,
þær skipta máli fyrir skynjun íslendinga á sjálfum sér sem einstak-
lingum og þjóð.
Söguskoðun íslendinga og sess sögunnar í vitund íslendinga var
viðfangsefni ráðstefnunnar Sagan og samtíminn. Ráðstefna um sögu-
skoðun íslendinga, sem haldin var á vegum Sagnfræðingafélags Is-
lands í Komhlöðunni í miðbæ Reykjavíkur 19. febrúar 1994. Til þess
að reifa efnið fengum við til liðs við okkur tvo rithöfunda, Pétur
Gunnarsson og Einar Má Guðmundsson, og sagnfræðingana Guð-
mund Hálfdanarson, lektor, Önnu Agnarsdóttur, dósent, Gunnar
Karlsson, prófessor, Jón Hjaltason, sagnritara Akureyrarbæjar, og
Gísla Gunnarsson, prófessor. Sagnfræðingafélagið færir þessu fólki
bestu þakkir fyrir áhugaverð og fjörleg erindi, sem birtast hér að
mestu leyti óbreytt. Ráðstefnan var fjölsótt svo fullt var út úr dyr-
um og á- eftir erindum tókust líflegar umræður, sem þó vom með
þimgri undiröldu. Sýndi aðsóknin og umræðan að viðfangsefnið er
eldfimt og höfðar sterkt til fólks. Umræðan um endurskoðun íslands-
sögunnar og mikilvægi hennar fyrir sjálfsvitund Islendinga er von-
andi rétt að byrja.
Guðmundur fónsson