Saga - 1995, Page 62
60
PÉTUR GUNNARSSON
Og ekki sá síðasti því fylking íslendinga er orðin löng sem hefur
haft viðurværi sitt og frama af þessari iðju allt frá Amgrími lærða til
Jakobs Benediktssonar. Nægir að nefna Þormóð Torfason, Ama Magn-
ússon og svo fjölda Islendinga sem komu við sögu um lengri eða
skemmri tíma: Jón Grunnvíking, Jón Marteinsson, Skúla fógeta,
Eggert Ólafsson, Finn Jónsson, Hannes Finnsson, Finn Magnússon,
Sveinbjöm Egilsson, Konráð Gíslason, Jón Sigurðsson, Grím Thom-
sen... Allir hljóta þeir að hafa haft að minnsta kosti matarást á ís-
lenskum bókmenntaarfi - auk þess sem það jók sjálfstraustið að skynja
hverja þýðingu Island hafði fyrir útlendinga.
En hvaða þýðingu hafði saga Islands fyrir íslendinga sjálfa - eða var
hún bara ætluð útlendingum svipað og Bláa lónið og Lopapeysu-
markaðurinn í Fríhöfninni?
Konungssinninn Amgrímur lærði á í mesta basli með að mæra hið
foma þjóðveldi og jafnframt hafa á hreinu að íslendingum sé best
borgið undir danskri krúnu.
A 17. og 18. öld er eins og íslenskir menntamenn viti ekki al-
mennilega hvað þeir eiga að gera við íslandssöguna. Meira að segja
patríótinn Eggert Ólafsson leit á hið erlenda vald sem siðvæðingar-
afl sem kæmi í veg fyrir að íslendingar fæm sér að voða.
Og Magnús Stephensen virðist ekki vera sérstaklega snokinn fyr-
ir sögu Islands eða „fomaldarinnar ímynduðu farsæld". í hans huga
byrja „íslands farsælu aldir" frá og með Gamla sáttmála.
Það er ekki fyrr en á nítjándu öld sem sagan tekur að þjóna fram-
sæknu pólitísku markmiði: sjálfstæðishugsjóninni. Tómas Sæmunds-
son álítur að mikilvægasta námsgreinin sé „æfisaga ættjarðar vorrar".6
Saga íslands og Lýsing íslands em fastir póstar á verkefnalista Jóns
Siguðssonar. Og Jónas Hallgrímsson segir í bréfi til Hins íslenska
bókmenntafélags mánuði fyrir andlát sitt: „Eg er kominn nokkuð á
leið með minn hluta „Islandslýsingar" og þó skemur en ég vildi(...)
ég ætla mér að vanda það allt eins og kostur er á."7
Og þegar Tómas Sæmundsson er á síðustu metmnum í kapp-
hlaupi sínu við Dauðann gerir hann þessa játningu í bréfi til Kon-
ráðs Gíslasonar: „Þegar ég er búinn að koma frá mér því sem mest
kallar að núna, Harmóníu og Ferðabókinni - því hvorttveggja skal
koma, ef ég ekki dey því fyr, - þá tek ég með alvöru eina verkið
6 Fjölnir 1.1,80.
7 Jónas Hallgrímsson, Bréfog dagbækur (1989), 265.