Saga - 1995, Síða 67
ÍSLENSK SÖGUENDURSKOÐUN
65
Það var einmitt þetta atriði sem var þungamiðja sögusýningar sem
haldin var í húsakynnum Menntaskólans í Reykjavík sumarið 1944
í tilefni lýðveldisstofnunarinnar. Einkunnarorð sýningarinnar voru
sótt í kvæðið „Vorhvöt" eftir Steingrím Thorsteinsson:
Og ánauð vér hötum, því andinn er frjáls,
Hvort orðum hans verst eða sverðunum stáls.6
»Vér höfum hugsað oss að sanna það í sýningu þessari", sagði Einar
Olgeirsson, sem sat í skipulagsnefnd sýningarinnar,
að þessar ljóðlínur Steingríms væru meira en fögur og stór
orð, - að þær væru sönn lýsing á inntaki Islendingasögunnar,
- að frelsisþrá þjóðar vorrar væri jafngild, hvort sem hún birt-
ist í samtökum vopnaðra Ámesinga á Áshildarmýri eða sam-
þykktum friðsamra fundarmanna á Þingvallafundum 19. ald-
ar, - í drápi Diðriks frá Mynden eða djarfhuga baráttu Skúla
fógeta, - sverðum Jóns Arasonar og hans sinna eða ræðum
Jóns forseta Sigurðssonar, - í spjótum vermanna þeirra, er
hefndu Jóns biskups, eða í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar.7
Sagnaritun sjálfstæðisbaráttunnar var því áróðurssagnfræði að því
leytinu til að hún stefndi að skýrt skilgreindu marki og gegndi mjög
ákveðnu pólitísku hlutverki. í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins
sameinuðust jafnvel hatrammir andstæðingar, sem daglega vógu
hver annan með svívirðingum, af því að baráttan fyrir þjóðfrelsinu
var heilög skylda hvers íslendings hvort sem hann var kommún-
isti eða íhaldsmaður. Þannig var eining þjóðemisbaráttunnar manni
eins og Kristni E. Andréssyni, sem annars túlkaði framþróun sög-
unnar sem eilífa díalektíska stéttabaráttu, engu síður mikilvæg en
sjálfstceðismanninum sem boðaði að stétt skyldi standa með stétt.
„Þjóðaratkvæðagreiðslan dagana 20.-23. maí varð glæsilegur vitnis-
burður um árvekni íslendinga", skrifaði Kristinn þannig í Tímarit
Máls og menningar árið 1944,
þeir íslendingar reyndust ekki vera til, hvorki ungir né gaml-
ir, hvorki í bæjum né sveitum, er brysti skilning á því, að
þjóðaratkvæðagreiðslan varðaði heiður, frelsi og framtíð ís-
lands.... Menn af öllum flokkum unnu saman, allir jafn heit-
ir af áhuga. Öll flokkagreining gleymdist þessa dagana. Þjóð-
6 Steingrímur Thorsteinsson, „Vorhvöt," hjóðmæli 4. útg. (Reykjavík: Sigurður
Kristjánsson, 1925), 9; sbr. Einar Olgeirsson, „Sögusýningin", í Lýðveldishátíðin
1944 (Reykjavík: Leiftur, 1945), 387.
7 Einar Olgeirsson, „Sögusýningin," 387.
5-SAGA