Saga - 1995, Side 68
66
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
in átti einn áhuga, einn vilja, eina sál. Því varð sigurinn al-
ger.8
A síðustu áratugum hefur orðið vart ákveðins fráhvarfs frá þessari
söguskoðun, þannig að stundum hefur verið talað um endurskoðun
Islandssögunnar. Erfitt er að ræða um þetta fyrirbæri, þar sem það
myndar hvorki sérstaka heild, né á sér eitt sameiginlegt markmið.
Því er næsta tilgangslaust að reyna að skilgreina hugtakið, enda er
hér alls ekki um meðvitaða hreyfingu að ræða, heldur aðeins eðlileg
viðbrögð við breyttum aðstæðum í samfélaginu. Helsta einkenni sagn-
fræði síðustu ára er þó uppreisn gegn einingarsögu sjálfstæðisbar-
áttunnar - það er að segja mjög ákveðin tilhneiging sagnfræðinga til
að túlka íslenska sögu ekki sem þungan og einhuga straum í átt að
frelsinu, heldur sem togstreitu hagsmuna og hugmynda. Inntak ís-
landssögunnar er ekki Iengur óslitin frelsisbarátta við erlend yfir-
völd, af því að nú virðist kúgunin allt eins vera innlend og erlendr-
ar ættar. Misskipting auðs, frelsisskerðing lágstétta (sem kom t.d.
fram í vistarbandi og banni við fjölskyldustofnun fátæklinga), tak-
markanir á athafnafrelsi, kvennakúgun, heimatilbúin fátækt - allt
eru þetta viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umfjöllun sagn-
fræðinga undanfarin ár.
Orsaka áherslubreytinga innan sagnfræðinnar tel ég fyrst og
fremst að leita í tvennu. I fyrsta lagi hafa nýir straumar sett svip
sinn á íslenska sagnaritun á undanförnum árum, og gætir þar
áhrifa frá alþjóðlegum tískusveiflum innan fræðigreinarinnar. Fé-
lags- og hagsaga hafa t.d. verið mjög áberandi innan íslenskrar sagn-
fræði undanfarið, þar sem kotbændur og vinnuhjú hafa þótt allt
eins verðug til rannsóknar og stjómmálahetjur og hugsuðir. A sama
hátt hefur athyglin beinst frá því að lýsa atburðum í tímaröð, yfir í
greiningu á félagsgerðum og samskiptum þjóðfélagshópa. Við slíkar
rannsóknir hefur ýmislegt verið dregið fram í dagsljósið sem áður
var lítið áberandi í ritum sagnfræðinga, annaðhvort vegna þess að
það þjónaði ekki pólitískum markmiðum sagnfræðinnar, eða vegna
þess að fyrri kynslóðum þóttu þessi atriði einfaldlega ekki nógu
áhugaverð.
I öðm lagi reyndist erfitt að viðhalda goðsögn sjálfstæðisbaráttunn-
ar eftir að frelsið fékkst. Sigur í baráttunni við Dani breytti óhjá-
kvæmilega viðhorfum til fortíðarinnar, þar sem nú glataði sagan að
8 Knstinn E. Andrésson, „Lýðveldi endurreist á íslandi," Timarit Máls og menn-
ingar (2,1944), 107-8.