Saga - 1995, Page 70
68
ANNA AGNARSDÓTTIR
Er íslandssagan einangruð?
Inngangur
í þessu stutta spjalli ætla ég fyrst að biðja áheyrendur að hugleiða
það hvað við erum í raun heppin að vera hér saman komin til að ræða
söguskoðun Islendinga á þessu merkisári íslandssögunnar. Hefði
Hinrik VIII látið undan freistingunni er honum var boðið ísland að
veði á 16. öld,1 þá hefði landið líklega hlotið sömu örlög og Orkneyj-
ar og Hjaltlandseyjar. Eins og þið munið eignaðist Jakob III Skota-
konungur þessar norrænu eyjar er Kristján I Danakonungur veð-
setti þær sem tryggingu fyrir heimanmundi Margrétar dóttur sinn-
ar - en leysti þær síðan aldrei úr veði eins og alkunnugt er. Um
miðja þessa öld skrifaði Jón Jóhannesson prófessor eftirfarandi:2
Englendingar hefðu eflaust reynt að halda Islandi, ef þeir
hefðu tekið það að veði, og skal engum getum að því leitt,
hvaða áhrif það hefði haft á þjóðemi okkar og sögu.
Eg get tekið undir orð Jóns að Englendingar hefðu líklega reynt að
halda Islandi enda höfðu þeir lengst af mikilla hagsmuna að gæta
og samskiptin milli landanna ávallt mikil. Jafnframt væru afleiðing-
amar nokkuð augljósar að mínu mati - enska væri hér opinbert
mál, þorskastríð nánast óþekkt fyrirbæri og saga okkar hluti af
breskri sögu. Það væri því tæpast um nokkra sérstaka íslenska sögu-
skoðun að ræða.
A 18. og 19. öld vom Bretar í óðaönn að leggja gmnn að heims-
veldi sínu. Við vomm lánsöm að þeir innlimuðu ekki Island þá,
þrátt fyrir hvatningar mikilsmetinna Breta3 - né svömðu kalli þess
manns sem nefndi sig „an Icelander" og gaf út bækling í London
árið 1813, þar sem hann grátbað Breta að sjá aumur á Islandi og taka
landið undir sinn vemdarvæng. Þá hafði stríðið milli Danmerkur og
1 Bjöm Þorsteinsson, „Hinrik VIII. og ísland", Andvari, 1959,170-91.
2 Jón Jóhannesson, íslendinga saga (Rvk, 1958), II, 179-80.
3 Sjá t.d. Anna Agnarsdóttir, „Ráðagerðir um innlimun Islands í Bretaveldi á ár-
unum 1785-1815", Saga, XVII, 1979,5-56.