Saga - 1995, Síða 71
ER ÍSLANDSSAGAN EINANGRUÐ?
69
Bretlands staðið í sex ár og lítil hjálp borist frá Danmörku. Undir
lok bæklingsins lét höfundur eftirfarandi orð falla:4
Ekkert getur fyllilega læknað sárin og þerrað tárin af landinu
mínu, annað en að Bretland í guðsþakkarskyni setji oss, ekki
einungis undir verndarvæng sinn, heldur og undir hin lífg-
andi og hressandi áhrif gæzlu sinnar. Hve fljótt myndi það
komast fyrir rætur eymdar vorrar!...Og hve fúslega myndi
sú þjóð, er að þessu hefir verið ofurseld hinum verstu ókjör-
um á jarðríki, kannast við hjálparhöndina.
En Bretar svöruðu ekki kalli þessa nafnlausa íslendings og ísland
varð áfram hluti Danaveldis.
Er íslandssagan einangruð?
Eg held að til þess að nálgast „rétta" söguskoðun skipti afar miklu
máli að skoða Islandssöguna í víðu samhengi - að tengja hana ræki-
lega mannkynssögunni sem hún er að sjálfsögðu hluti af. Það vildi
brenna við hér á árum áður að skoða íslandssöguna sem sérstætt ein-
angrað fyrirbæri, slitna úr tengslum við sögu umheimsins. Vissu-
4 An Icelander, Memoir of the causes of the present distressed state of the lcelanders,
and the easy and certain means of permanently bettering their condition (London,
1813). Andrés Bjömsson þýddi bæklinginn á íslensku og er sú þýðing birt í
bók Bjarna Jónssonar frá Vogi Aldahvörf. Brot úr sögu íslands (Rvk, 1914), 13-
33. Tilvitnunin er á bls. 31. Höfundurinn hefur verið talinn vera sá ágæti Is-
lendingur Magnús Stephensen (sjá t.d. Aldahvörf, 14 neðanmáls og Anna Agn-
arsdóttir, Great Britain and Iceland 1800-1820, óprentuð doktorsritgerð við
London School of Economics and Political Sciense, 1989, 219-25). Ólafur Pálma-
son telur að ritið hafi verið ranglega eignað Magnúsi og bendir jafnframt á að
Páll Eggert Ólason hafi talið Sir George Steuart Mackenzie vera höfund ritsins
(sjá Ólafur Pálmason, Magnús Stephensen og bókmenntastefna hans, óprent-
uð meistaraprófsritgerð í íslenskum fræðum 1963, Háskólabókasafn, bls. 312-
13). Halldór Hermannsson taldi hins vegar höfund vera James Savignac, (sjá
Halldór Hermannsson, „Sir Joseph Banks and Iceland", Islandica, XVIII, 1928,
34-86). Ég er nú sammála Ólafi Pálmasyni um að Magnús hafi verið hafður
fyrir rangri sök og tel hugsanlegt að höfundur sé Holger P. Clausen kaupmað-
ur í Ólafsvík, sem var talsmaður íslandskaupmannanna í London á ámm
Napóleonsstyrjalda, en á árunum 1812-13 var breska stjómin farin að þrengja
enn meir að Islandsversluninni og ástandið orðið alvarlegt. Hér er þó ekki rúm
til að fara út í frekari rökstuðning, en ég tel hugsanlegt að útgáfa bæklingsins
bafi verið tilraun til að sannfæra Breta um bágt ástand íslands og fá þá til að
koma meira til móts við íslendinga í verslunarmálum.