Saga - 1995, Page 73
ER ÍSLANDSSAGAN EINANGRUÐ?
71
ast en ekki síst fréttir til landsins um það sem var að gerast úti í hin-
um stóra heimi.
Islenskir námsmenn voru sífellt á ferð til og frá Evrópu. Lang-
flestir stunduðu nám við Kaupmannahafnarháskóla en dæmi eru
þess að menn færu til Þýskalands, Hollands, Frakklands, Englands
og víðar. Þótt þessi námsmannahópur hafi ávallt verið fámennur
miðað við þjóðina í heild, urðu menntamennimir síðar prestar og
sýslumenn, dreifðust um allt land og hafa væntanlega flutt erlenda
strauma og siði hl sveitunga sinna - bæði góða og vonda, sbr. Magn-
ús Bjömsson og Þorleif Kortsson, sem áttu drjúgan þátt í að kynna
galdrafárið hér á landi.
Islenskir ævintýramenn lögðu land undir fót. Jón Indíafara þekkja
allir. Annar víðförull íslendingur var Árni frá Geitastekk, sem hélt
m.a. til Grænlands, Frakklands, Kína og Pétursborgar, sór Katrínu
miklu hollustueið, gekk í her hennar og barðist við Tyrki. Komu báð-
ir heim og em meðal þeirra sem rituðu ferðalýsingar.8 Tyrkja-Gudda
hefur líka haft frá ýmsu að segja. Þetta fólk getur ekki verið eins-
dæmi. Margir, meðal annars strokufangar (og ekki þá eingöngu Jón
Hreggviðsson), hafði farið utan þótt þeir hafi ekki allir skrifað ferða-
bækur og því týndir okkar sjónum.
Annálar em mikilvægar heimildir um fyrri aldir. Oft fylgdu er-
lendar fréttir þessum annálum sem fræðimenn fyrr á þessari öld
töldu yfirleitt ómerkilegar.9 Hér var sagt frá lífi kóngafólks, stríðum
og kynjasögum. En þetta var einmitt það sem fólkið hafði áhuga á -
alveg eins og í dag. íslendingar fyrr á öldum vom fréttaþyrstir.
Þeir vildu ekki vera einangraðir eyjarskeggjar og kappkostuðu að
fylgjast með gangi mála í heiminum. Áhugi var t.d. á Sigismundi
Póllandskonungi árið 1605 sem „tók sinnar dauðu húsfrúr systur til
8 Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara samin afhonum sjálfum (1661), Völundur Ósk-
arsson annaðist útgáfuna (Rvk, 1992); Ferðasaga Áma Magnússonar frá Geita-
stekk 1753-1797, Bjöm K. Þórólfsson bjó til prentunar (Rvk, 1945).
9 Sbr. t.d. ummæli Hannesar Þorsteinssonar (dagsett í inngangi 8. sept. 1931)
um „erlent fréttamsl" í Vatnsfjarðarannál elzta. Hann ritar ennfremur að í hand-
riti sé annállinn „mjög aukinn, sérstaklega að erlendum tíðindum t.d. um keis-
ara og konungaskipti, lát þeirra og annara höfðingja, fursta og hertoga, styrj-
aldir og skærur o.m. fl. þessháttar, sem of langt yrði að telja, og er öllu þessu
erlenda msli algerlega sleppt í útgáfunni, enda gersamlega þýðingarlaust fyrir
ísland", Annálar 1400-1800, III, 13-14.