Saga - 1995, Qupperneq 75
ER ÍSLANDSSAGAN EINANGRUÐ?
73
frá heimsóknum sínum til forkólfa frönsku upplýsingarinnar -
þeirra Diderots, d'Alemberts og Rousseaus. Þar að auki var von Troil ný-
búinn að snæða hádegisverð með Benjamin Franklin í London,16 og
hefur væntanlega skýrt skilmerkilega frá þeim mæta manni. Er
vonandi að þessum frásögum hafi verið lokið áður en Bjami bar
fram hákarlinn og hvalrengið en við það misstu hinir tignu gestir
„alla matarlyst í það sinn" eins og segir í ævisögu Bjarna Pálsson-
ar17 og neyddust til að standa upp frá borðum „fyrr en ætlað var".18
Fréttaþorsti íslendinga var mikill. Árið 1814 bað Guðrún Skúla-
dóttir, dóttir Skúla fógeta og sýslumannsekkja, Grím Jónsson að
senda sér fréttir af Napóleoni og Lúðvík XVIII. Guðrún var nær hálf-
áttræð að aldri og eiginlega lögst í kör úti í Viðey, en þessi aldraða
kona norður á íslandi hafði mikla samúð með Napóleoni og skrif-
aði:19
Mikil svívirðing er það, ef lífið hefur verið svikið af Napoleon.
Það var hugprýði hans að halda vitinu í soddan hraparlegri
umbreyting. Ef þú skrifar mér til hér eftir, þá segðu frá hvort
hann lifir og hvað um hann líður, og hvemig Lúðvík 18. er
þokkaður í Frakklandi...
En auðvitað höfðu Napóleonsstyrjaldir haft djúpstæð áhrif á lífsaf-
komu íslendinga.
Nei, Island var ekki einangrað land. íslendingar fylgdust náið með
atburðum í Evrópu. Og Islandssagan er að sama skapi ekki einangr-
uð. Hingað bámst siðaskiptin, galdrafárið og einveldið svo að nokkuð
sé nefnt. Galdrafárið á 17. öld fór víða um lönd. Hér var 21 karli
varpað á bálið en aðeins einni konu.20 Rannsóknir erlendra sagn-
fræðinga sýna hins vegar að annars staðar í Evrópu vom það aðal-
lega konur sem vom fórnarlömb galdrafársins. Þetta vekur nýjar
spumingar. Af hverju vom það karlar hér en konur annars staðar?
Þegar reynt er að svara er líklegt að skilningur okkar á íslensku
16 Ejnar Fors Bergström, „Inledning" í Uno von Troil, Brev om Island (Stokk-
Hólmur, 1933), 10-11; Haraldur Sigurðsson, „Inngangur" í Uno von Troil, Bréf
frá íslandi (Rvk, 1961), 19.
17 Sveinn Pálsson, Æfisaga Bjarna Pálssonar (Akureyri, 1944), 71-2.
18 Uno von Troil, Bréffrá íslandi, 73.
19 27. ágúst 1814, Guðrún Skúladóttir til Gríms Jónssonar, Sendibréf frá íslenzkum
konum 1784-1900, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar (Rvk, 1952), 55.
20 Auk jress var einn galdramaður hengdur og annar hálshöggvinn, sjá Einar
Laxness, íslandssaga a-k (Rvk, 1987), 153.