Saga - 1995, Page 79
77
GUNNAR KARLSSON
Hvemig verður ný söguskoðun til?
Eins og þið kannski munið, sum ykkar að minnsta kosti, kom upp
þrálátur orðrómur um það haustið 1983, að það ætti að fara að breyta
íslandssögunni. Mædd kona velti þessu fyrir sér í Morgunblaðinu
og sagði:1 „Ja, undarlegt er þetta fólk, sem öllu vill breyta og brjóta
niður gamlar hefðir, hvað skyldi það nú taka sér fyrir hendur næst?
- Jú, er lokið hefur verið við að umrita íslandssöguna, liggur þá ekki
beinast við að hefjast handa við að umrita Islendingasögumar?" - I
vetur hitti ég lögfræðimenntaðan mann sem sagði mér að hann vildi
heldur sögu Konráðs Gíslasonar af andláti Jónasar Hallgrímssonar
heldur en þá sögu sem birtist í leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur,
Ferðalokum, og er reist á spítalasjúrnölum. Ekki af því að hann héldi
að saga Konráðs væri sannari, heldur af því að honum þótti hún
betri. Þessum tveimur sögum ber einkum á milli um það að Konráð
segir að Jónas hafi verið málhress á spítalanum og lesið hltekna
gamansögu nóttina áður en hann dó, en spítalasjúmalamir segja að
hann hafi aldrei komist til meðvitundar á sjúkrahúsinu. Nú hef ég
að vísu ekki sama smekk á þessum sögum og lögfræðingurinn. Mér
finnst það ennþá fallegri saga ef sá nákvæmi fræðimaður og sann-
leiksleitandi Konráð Gíslason hefur unnið það fyrir minningu Jónas-
ar vinar síns að ljúga upp sögu af síðustu dægmm hans til þess að
gera minningu hans fallegri. Og einmitt af því að Konráð var vís-
indamaður getum við ætlað honum að kunna að ljúga af vísindalegri
nákvæmni.
En hvaða álit sem við höfum á ágæti þessara sagna, þá er hér
komið að togstreitu sem alltaf hlýtur að koma upp þegar stungið er
upp á því að breyta söguskoðvm þjóðar. Það er auðvitað ekkert meg-
inatriði í íslandssögu með hvaða hætti Jónas Hallgrímsson dó, en
það er hluti af menningararfi okkar, og íslandssagan, söguskoðun
okkar, er annar hluti af sama menningararfi. Það er eðlilegt að hún
sé okkur kær og okkur sé eftirsjá að góðum sögum.
1 Gunnar Karlsson: „Sögukennslu-skammdegið 1983-84." Tímarit Máls og menn-
ingar XLV:4 (1984), 409.