Saga - 1995, Page 80
78
GUNNAR KARLSSON
En sagnfræðingar eru meðal þessa undarlega fólks sem öllu vill
breyta, og þeir geta ekki farið sömu leið og lögfræðingurinn að velja
þá sögu sem þeim finnst fallegust, ekki frekar en lögfræðingurinn
getur gert það þegar hann sest í dómarasæti. „Svo mæla börn sem
vilja," segjum við og þykjumst vera komin á æðra stig í hugsun.
Hver er þá sá hvati sem breytir sögunni í sífellu, í trássi við alla
tryggð okkar við hefðina? Ég ætla að reyna að tala um þetta efni al-
mennt, en samt kemst ég ekki hjá því að taka dæmi.
II
Guðmundur Hálfdanarson hefur sett fram þá kenningu að íslenskir
bændur hafi gengið til liðs við frjálslynda menntamenn eins og Jón
Sigurðsson í sjálfstæðisbaráttunni, meðal annars í því skyni að hindra
að frjálslynd áhrif frá Danmörku röskuðu gamla samfélaginu á ís-
landi.2 Þetta er alveg sérstaklega skemmtileg kenning af því að hún
birtir svo hrópandi þverstæðu. Hún er líka ein helsta nýjungin,
kannski eina umtalsverða nýjungin, í túlkun okkar á sjálfstæðisbar-
áttunni síðan um daga Jóns Aðils og Páls Eggerts Ólasonar. Loks
má segja að hún fái góðan stuðning af almennum líkum: Danir voru
frjálslyndari í atvinnumálum og félagsefnum á 19. öld en íslenskur
almenningur; óttinn við breytingar var almennur meðal íslenskra
sveitamanna, og frá þeirra sjónarmiði séð var það tiltölulega aug-
ljóst hagsmunamál að létta dönskum þrýstingi af skorðum íslenska
sveitasamfélagsins.
Hins vegar verður að segja það að kenningin á tæpan rökstuðning í
beinum sögulegum heimildum. Ef ég hef lesið rit Guðmundar nógu
vel hefur hann aðeins bent á tvo vitnisburði þess að menn orðuðu þá
hugsun að Alþingi ætti að fá löggjafarvald til að hindra offrelsi ófor-
sjálla íslendinga.3 Báðir eru þeir frá harðindaárunum á sjöunda ára-
2 Guðmundur Hálfdanarson: „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi. íhalds-
semi og frjálslyndi á fyrstu árum hins endurreista alþingis." Timarit Máls og
menningar XLVII:4 (1986), 466-67. - Guðmundur Hálfdanarson: Old Provinces,
Modem Nations: Political Responses to State Integration in Late Nineteenth
and Early Twentieth-Century Iceland and Brittany. A Dissertation Presented
to the Faculty of the Graduate School of Comell University. January 1991, 27,
99-100,155-57,161.
3 Guðmundur Hálfdanarson: Old Provinces, Modem Nations, 155. - Guðmund-
ur Hálfdanarson: „fslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld." íslensk þjóðfélagsþróun
1880-1990. Ritgerðir. (Rv., Félagsvísindastofnun/Sagnfræðistofnun, 1993), 50.