Saga - 1995, Síða 82
80
GUNNAR KARLSSON
legri markaðshyggju með aðstoð danskra frjálshyggjumanna
og dansklundaðra íslenskra embættis- og athafnamanna.
Þetta er meginstefið í íslenskri þjóðfrelsisbaráttu fram til
aldamóta.
Ef íslenskur söguatlas verður leiðsögurit Islendinga um sögu þeirra
næstu áratugina, þá er þjóðin hér búin að fá nýja sýn á sjálfstæðis-
baráttu 19. aldar, nýja söguskoðun á einu stærsta atriðinu í söguleg-
um arfi okkar.
Þessi skoðun er óneitanlega mjög í takt við ýmislegt sem aðrir
sagnfræðingar hafa haldið fram síðan í kringum 1980 um viðhorf og
sögulegt hlutverk íslenskra bænda og jarðeigenda á öðrum tímum,
einkum líklega Gísli Gunnarsson, Harald Gustafsson, Ólafur heitinn
Asgeirsson og Bjöm Þorsteinsson í síðustu ritum sínum.7 Sameigin-
lega má segja að þeir geri tilboð um nýja söguskoðun, sýn á íslenska
sögu sem mætti taka saman í fáum málsgreinum. Eins og komið er,
er líklega auðveldast að skilgreina skoðunina neikvætt og segja að
hún sé andóf gegn frægri staðhæfingu Jónasar Hallgrímssonar, að
bóndinn væri stólpi landstólpans (og þá kann að fara að skipta máli
hvort Jónas fór af heimi með meiri eða minni glæsibrag). Við getum
líka sagt að hin nýja söguskoðun sé andóf gegn staðhæfingu Jóns Jó-
hannessonar um enn annan tíma sem hann orðar svo:8 „En bændur
vora kjami þjóðfélagsins ..." í innsta eðli sínu afneitar nýja sögu-
skoðunin því að bændastéttin hafi haft heillavænleg áhrif á þróun
íslensks þjóðfélags; talsmenn hennar neita að líta á alla íslenska bænd-
ur sem einn samstæðan hóp, ríka sem snauða, og þeir finna meðal
bænda þröngsýn hagsmunasjónarmið sem höfðu ekki farið hátt áð-
ur. Hvoragt rúmast vel í myndlíkingum eins og stólpi og kjarni.
7 Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the For-
eign Trade of Iceland 1602-1787. Lund, Ekonomisk-historiska föreningen, 1983.
- Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland. Einokunarverslun og (slenskt samfélag
1602-1787. Rv., Öm og Örlygur, 1987. - Gustafsson, Harald: Mellan kung och
allmoge: ambetsman, beslutsprocess och inflytande pd 1700-talets Island. Stockholm,
Almqvist & Wiksell, 1985. - Ólafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins. Átök
um atvinnuþróun d íslandi 1900-1940. Rv., Sagnfræðistofnun/Menningarsjóður,
1988 (Sagnfræðirannsóknir IX). - Helgi Þorláksson: „Stéttakúgun eða samfylk-
ing bænda? Um söguskoðun Bjöms Þorsteinssonar." Saga og kirkja. Afmælisrit
Magnúsar Mds Ldrussonar (Rv., Sögufélag, 1988), 190-91. - Gunnar Karlsson:
„Bjöm Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: íslandssaga til okkar daga. [Rit-
fregn]." Saga XXIX (1991), 221-22.
8 Jón Jóhannesson: íslendinga saga I. Þjóðveldisöld. Rv., Almenna bókafélagið,
1956,411.