Saga - 1995, Page 83
HVERNIG VERÐUR SÖGUSKOÐUN TIL?
81
III
Hvemig stendur á því að margir sagnfræðingar hreyfa um það bil
samtímis nýjum túlkunum á ólíkum tímabilum þjóðarsögunnar, og
yfirlitsritahöfundar taka þær upp fyrirvaralaust, þannig að þessar
nýju túlkanir mynda heild sem ný söguskoðun? Algengasta skýr-
ingin er kannski sú að einn sagnfræðingur finni einfaldlega nýjan
sannleika í heimildum sínum og það verði til að benda öðrum á hhð-
stæðan sanrdeika í þeirra heimildum. í því er sjálfsagt eitthvert sann-
leikskom, í þessu tilfelli líklega býsna stórt. Þjóðemissinnar 19. ald-
ar ætluðu að færa íslensku bændastéttinni völd yfir samfélaginu.
Þeir bjuggu því auðvitað til glæsimynd af henni og lögðu þá mynd
yfir alla sögutúlkun sína. Þegar sú mynd máist fer eðlilega margt
nýtt að blasa við. En máhð er ekki svo einfalt.
Það er ekki alger nýjung níunda áratugarins að fræðimenn setji
fram á prenti gagnrýni á hlut bænda í sögu þjóðarinnar. Arið 1954
fjallaði Sverrir Kristjánsson um félagsmál á Alþingi á 19. öld og
birti í Sögu Alþingis. Hann rakti viðleitni þingsins til að takmarka
öreigagiftingar, „enda varpar það allskýru ljósi á hinn félagslega
hugsunarhátt, er ríkti á Alþingi og með þjóðinni á þessu skeiði 19.
aldar"; „heima í héraði er oft vakið máls á því að herða á lögunum um
giftingar öreiga, enda em bændur á þingi, einkum hreppstjóramir,
helztu málsvarar þessara tillagna. En þeir, sem leggjast á móti em
oftast embættismenn og konungkjömir þingmenn, þó með nokkr-
um undantekningum." „ ... og þegar barlómur byggðanna yfir
sveitarþyngslunum barst til Alþingis, vom þunn móðureymn."
Tillögur þingnefndar sem vom samþykktar á Alþingi 1859 „hnigu
allar í þá átt að takmarka giftingar öreiga í þeim tilgangi að afstýra
sveitarþyngslum og tryggja bændum næg vinnuhjú, og virðist hið
síðara atriðið ráða hvað mestu í nefndaráhtinu ...". Tihögur þingsins
árið 1865 „minna ekki htið á lög þau og reglur, er ríktu meðal ánauð-
ugra bænda í Evrópu á fyrri öldum."9 Sverrir sagði líka frá afskipt-
um Alþingis af vistarskyldu og lausamennsku á tímabilinu. „I um-
ræðum þingsins [1861] kom það greinilega í ljós, að þingmönnum
stóð stuggur af að losa um of um vistarskylduböndin og töldu þeir
bændum mikinn háska búinn ef vinnuafl sveitanna væri ekki tryggt
9 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson: Alþingi og félagsmálin. Rv., Alþingissögu-
nefnd, 1954 (Saga Alþingis IV), 18-22.
6-SAGA