Saga - 1995, Page 85
HVERNIG VERÐUR SÖGUSKOÐUN TIL?
83
Líka komu út námsbækur handa bömum og unglingum skömmu
eftir rit Sverris, íslandssaga 1874-1944 eftir Þorstein M. Jónsson,
fyrst 1958, og íslandssaga Þórleifs Bjarnasonar, fyrst 1966. I hvor-
ugri bókinni sé ég nein áhrif frá Sverri. Varla er hægt að greina þau
heldur í framhaldsskólabók Heimis Þorleifssonar, Frá einveldi til
lýðveldis, 1973. Þar er að vísu minnst á vistarbandið, og það án allrar
velþóknunar: „Urðu flestir að lúta þessum miðaldalega átthagafjötri,
en að öðmm kosti eiga á hættu hýðingu eða tukthús." En lögin em
ekki rakin til ótta bænda við vinnuaflsskort, heldur em þau sögð
„endurspegla ótta almennings og valdhafa við flakk og of mikil sveit-
arþyngsli."13 Nýtt viðhorf til stéttaskiptingar kemur ekki skýrt fram
í námsbók í íslandssögu fyrr en í bók Hauks Sigurðssonar, Kjör fólks
áfyrri öldum, 1979.
IV
Það þarf tæpast vitna við að landbúnaður hefur sætt talsverðri gagn-
rýni í umræðu um samtíma okkar Islendinga síðustu árin. Mörgum
hefur þótt hann óhagkvæmur fyrir þjóðarbúið og frekur til ríkisfjár.
Ef ég man rétt átti þetta viðhorf sér einkum bólstað meðal Alþýðu-
flokksmanna framan af en var bælt í samstarfi þeirra og Sjálfstæðis-
flokksins í viðreisnarstjóminni 1959-71. Það kom síðan upp á yfir-
borðið í órólegu pólitísku andrúmslofti áttunda áratugarins og
eignaðist fyrst voldugt málgagn, tiltölulega óháð flokkshagsmun-
um, þegar Dagblaðið var stofnað árið 1975. Ég á erfitt með að verjast
þeirri hugsun að endurskoðunin á hlutverki bændastéttarinnar í Is-
landssögunni eigi eitthvað skylt við þetta gagnrýna viðhorf í samtíð-
inni. Sagnfræðingar fundu hver af öðmm göt á kenningunni um
bændur sem stólpa, kjama og velgerðarmenn samfélagsins í sög-
unni, og (það sem mestu máli skiptir) nýjungar þeirra streymdu
fyrirvaralaust inn í yfirlitsrit um sögu þjóðarinnar. A nákvæmlega
sama tíma fundu hagfræðingar, stjómmálamenn og fjölmiðlamenn
hver af öðmm göt á þeirri kenningu að landbúnaðurinn væri nauð-
synleg kjölfesta í íslensku atvinnulífi okkar tíma. Það væri undarleg
tilviljun ef ekkert samband væri á milli þessara tveggja uppgötv-
ana. Það má því slá því fram að hin r.ýja söguskoðun okkar Islend-
inga eigi fremur öðm uppmna sinn í stofnun Dagblaðsins.
13 Heimir Þorleifsson: Frd einveldi til lýðveldis. íslandssaga eftir 1830. Rv., Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1973,87.