Saga - 1995, Side 91
ÞVERSAGNIR í ÞJÓÐARSÁLINNI
89
skóga í gróðursælum stórmörkuðum þar sem moldin er marmari
og glerhallir teygja sig einsog baunagrös til himins.
Jafnvel þó að engir jámbrautateinar séu í landinu emm við sífellt
að missa af einhverri lest: hún bmnar í austur, hún bmnar í vestur,
hraðar hraðar, en við stöndum eftir í kyrrð eilífðarinnar og vitum
ekki hvað við heitum.
Þrátt fyrir alla gervihnettina og farsímana, tölvurnar og telextæk-
in, allt það sem leyst hefur bréfdúfur og hugskeytasambönd af
hólmi, virðist heimurinn vera á harðahlaupum burt frá okkur.
Einn daginn verður til stórt efnahagssvæði en næsta dag er það
gufað upp. Heimurinn veður reyk, en svo birtist svæðið aftur og við
emm á leiðinni inn á það, síðan út úr því og því næst aftur inn á það,
einsog í handboltanum þar sem stöðugt er verið að skipta mönnum
inn og út af leikvellinum.
Það er helst að hafa auga með svipbrigðum samninganefndanna.
Ymist em nefndarmenn niðurdregnir eða digurbarkalegir, enda
minna samningaviðræðumar, sem þeir hafa tekið þátt í, á vísinda-
skáldskap þar sem fisktonnum og grænmeti er velt eftir samninga-
borðum og þjóðum raðað upp í hagtöflur einsog dægurlögum á vin-
sældalista.
Kannski endum við í hlutverki útlaganna sem í upphafi stigu hér
á land, nema hvað við þurfum að hefja trjárækt á ný og veiðin er
hvorki sýnd né gefin.
A meðan heimurinn siglir um samtíðina og flýgur inn í framtíðina
opnum við farangursgeymslur fortíðarinnar, finnum kálfskinn,
sverð og ódauðleg ljóð eða hefjum nýtt innra landnám þar sem önd-
vegissúlur reika um hugann og vínlönd andans verða numin, til
dýrðar þeim villtu guðum sem eitt sinn ríktu.
Nefndin sem greiða á úr flækju ríkisfjármálanna er kennd við for-
tíðarvanda, en sú fortíð er nánast samtíð, nema að rekja eigi öll efna-
hagsvandræði nútímans aftur til sögualdar eða jafnvel til Kólumkilla,
hins írska særingamanns, sem varð að flýja ásamt föruneyti undan
landnámsmönnunum og lagði í hefndarskyni á þjóð hina nýju „að
hún skyldi í þessu landi aldrei þrífast, og fleira í þeim anda, sem
síðar hefur mjög þótt ganga eftir" einsog segir í Sjdlfstæðu fólki eftir
Halldór Laxness.
Já, þó að við siglum um samtíðina og fljúgum inn í framtíðina, er
fortíðin alltaf í farangrinum. Hún liggur undir koju í káetu heims-
*ns°g smeygir sér hjá tollvörðum tímans.
A tyllidögum rís hún upp og hangir í barmi stjómvalda og lengst