Saga - 1995, Page 95
ÞVERSAGNIR f ÞJÓÐARSÁUNNI
93
Á hinn bóginn hefur hið yfirþjóðlega vald yfir sér hvimleiðan blæ
og öll miðstýringarárátta hefur tilhneigingu til að verða alveg sam-
bandslaus við hinar raunverulegu aðstæður á hverjum stað. Það þarf
ekki að nefna hrun Sovétríkjanna í því sambandi; okkur nægir að
líta á okkar eigið þjóðfélag til að sjá þann vanda í smækkaðri mynd.
Mér dettur til dæmis í hug saga af nokkrum bændum í byggðar-
lagi einu norðan heiða. Þeir sóttu um lán, eina milljón, hjá opinberri
stofnun til að byggja litla höfn, svo að útróðrar á gjöful mið yrðu
þeim auðveldari. Aðstæður til hafnargerðar voru mjög góðar, enda
höfðu fommenn siglt þaðan til bardaga. En þessari beiðni bænd-
anna var hafnað og þeim boðin upphæðin sem þeir sóttu um fjögur-
hundruðföld ef þeir legðu niður bú sín og tækju upp refarækt. Það
hefur allar götur síðan verið gæfa þessara bænda að hafa hrist höfuð-
inyfir „vitleysingunum fyrir sunnan".
I heiðni bjuggu guðimir í Ásgarði, en Ásgarður var mitt inni í Mið-
garði og þar áttu mennimir heima. Þegar Miðgarði sleppti tók Út-
garður við, hin villta náttúra og öræfi og klappir, alveg heim að haf-
inu, en þar bjuggu jötnamir, fjendur guðanna, en þeir héldu því
fram að þeir væm eldri en guðimir og heimurinn því með réttu
þeirra.
Hættum okkur ekki út á hálan ís goðafræðinnar, en bendum á
þaer kenningar fræðimanna sem halda því fram að þessi heims-
mynd heiðninnar svari til íslenska bóndabæjarins sem stendur einn
úti í víðáttunni, í stöðugum átökum við óblíða veðráttu.
Við þetta þjóðfélagsmynstur miðaðist lífið í landinu öld fram af öld
og lengst af vom bændur eini rótfasti þjóðfélagshópurinn í íslensku
þjóðfélagi og menningin og hugsunarhátturinn mótuðust af þessari
staðreynd.
A síðustu áratugum hefur bændastéttin hins vegar verið í stöðugri
utrýmingarhættu og nú er svo komið að sauðkindin líkist mest
réttdræpum útlaga.
Miðgarður, Útgarður, býlið og óbyggðin. I byrjun aldarinnar vom
sjávarþorpin fulltrúi hins illkynjaða jötnaheims, sem herjaði á sveit-
UTiar og ýtti við upplausn þeirra. Sjósóknin dró unga sveina frá
Miðgarði til Útgarðs, þar sem spiliingin þreifst í mótsögn við hið
heilbrigða og menningarlega sveitalíf.
Eftir seinna stríð breytist þetta mynstur á þann veg að borgin og
landsbyggðin verða fulltrúar þessara andstæðu heima, þó með öðr-
um hætti sé. Náið samband okkar við fortíðina helgast ekki síst af