Saga - 1995, Page 102
100
GÍSLI GUNNARSSON
komst hér merkilega að orði. Eru þeir sem nefndir hafa verið gagn-
aðilar í málinu ekki allir meira eða minna nokkurs konar sérvitring-
ar í fílabeinsturni? Hefur alþýða þessa lands, eins og sumir mennta-
menn gjarnan nefna þorra Islendinga aðra en sjálfa sig, nokkum
áhuga á mismunandi söguskoðunum?
Ég tel að almúginn hafi á máli þessu áhuga, meðal annars fyrir til-
verknað þátta Baldurs Hermannssonar, en þó mest vegna þess að
hluti þess að telja sig íslenskan að þjóðemi er að hafa einhvern skiln-
ing á fortíð þjóðarinnar. Nær allir hafa einhverja söguskoðun þótt
hún sé stimdum ómeðvituð eða ósjálfráð.
Ósjálfráða söguskoðunin okkar
Landsfundur eins stjómmálaflokkanna okkar, Alþýðubandalags-
ins, var haldinn hér í Reykjavík í nóvember 1993. Þennan lands-
fund sat ég sem fulltrúi. Þar var lagt fram mikið og merkilegt plagg
sem bar heitið „Útflutningsleiðin. Ný leið Islendinga. Atvinna. Jöfn-
uður. Siðbót. Fyrsta útgáfa, 1. drög". Höfundur ritsins er samvirk
forysta Alþýðubandalagsins. Þar segir á bls. 82:
Samfélag íslendinga ber ýmis sérkenni sem skapað hafa þjóð-
arvitund og sjálfsmynd landsmanna. A tímum erfiðleika,
náttúmhamfara og slysa er iðulega vitnað til samstöðunnar.
Við séum líkt og ein fjölskylda, öll á sama báti. Fámennið,
sagan, tungumálið og glíman við andstreymið í aldanna rás
hafa skapað sterka samkennd Islendinga. Þessi þjóðarein-
kenni fara í bága við hina hörðu sérhyggju frjálshyggjukenn-
inganna, hugmyndimar um að hver og einn eigi bara að kapp-
kosta að hámarka eigin hag og hugsa lítið eða ekkert um
hina. Samfélagsvitund íslendinga fellur líka illa að veröld at-
vinnuleysis og ójafnaðar. Framfarir allra, sérhver hönd hafi
verk að vinna, allir taki þátt í sköpun verðmætanna - slík af-
staða á djúpar rætur í sögu íslendinga. Víðtækt atvinnuleysi
er í mótsögn við svo sterk einkenni sjálfsvitundar Islend-
inga.
í þessum tilvitnuðu orðum er að finna í hnotskum hefðbundna
söguskoðun íslendinga sem mótaðist á tímum sjálfstæðisbaráttunn-
ar. Hún er stundum, að miklu leyti ranglega, kennd við Jónas frá
Hriflu vegna áhrifamikillar kennslubókar hans í Islandssögu fyrir
bamaskóla. „Glíman við andstreymið í aldarma rás" hefur „skapað
sterka samkennd" þjóðarinnar. „Við séum eins og ein fjölskylda, öll