Saga - 1995, Blaðsíða 118
116
ÞORSTEINN HELGASON
gáfa þessara skjala er stutt á veg komin.11 Þeir sem skildu eftir sig
rituð plögg um sjóránastarfsemi í Norður-Afríku voru einkum þess-
ir:
a. Stjómvöld í Norður-Afríku og Evrópu sem skiptust á orðsending-
um,
b. opinberir sendimenn Evrópuríkja í Norður-Afríku,
c. kirkjunnar menn sem komu til að Ieysa fólk út með fjármunum,
d. skipstjórnarmenn sem héldu dagbækur og
e. herleitt fólk sem skrifaði heim.
Tvö samtímarit skera sig nokkuð úr vegna þess hve ítarleg þau
em og vegna viðleitni höfundanna til að skrifa sæmilega gagnrýna
sagnfræði. Annar þeirra var spænski benediktsmunkurinn Diego de
Haedo sem reit landfræðilýsingu Algeirsborgar og miðaði einkum við
árið 1581. Þessi lýsing þykir áreiðanleg í flesta staði.12 Hinn höfund-
urinn skrifaði mikið rit sem þýtt var á nokkur tungumál, Sögu Bar-
barísins og sjóræningja þess, út frá heimsókn sinni á söguslóðir 1632.
Hann hét Pierre Dan, var guðfræðingur í París og veitti jafnframt for-
stöðu Trúarreglu heilagrar þrenningar og til útlausnar herleiddra (L'Ordre
de la S. Trinité et Redemption des Captifs). Er heimildin hin merkasta
þó að víða gæti ónákvæmni og andstyggðin á viðfangsefninu liti oft
frásögnina.13
11 Nokkur hundruð milljóna skjala frá tímum ósmanska veldisins eru varðveitt í
Tyrklandi en aðeins 10-12% þeirra hafa verið flokkuð og gerð aðgengileg. Brot
af þessu fjallar um Norður-Afríku. Forstjóri stofnunar, sem á að helga sig at-
hugunum á tengslum Araba og Tyrkja, taldi á ráðstefnu 1986 að það tæki 150-
200 sérhæfða skjalfræðinga 5-10 ár að flokka öll ósmönsku skjölin. Ennfremur
þyrfti að byggja yfir skjölin og starfsemina. Loforð hafa verið gefin um fram-
kvæmdir. Sjá Soysal, Ismail, „Les Archives Ottomanes." La vie sociale dans les
provinces arabes a l'époque otlomane. 3. bindi. Zaghouan 1988, 241-42. - Eini
fræðimaðurinn, sem ég hef séð að noti tyrknesk skjöl til að lýsa „Barbaríinu", er
Bándaríkjamaðurinn William Spencer en það er án beinna tilvísana í heimildir
og er því erfitt að hafa eftir. Spencer, William, Algiers in the Age of the Corsairs.
Norman, Oklahoma 1976. The Centers of Civilization Series.
12 Haedo, Fray Diego de, „Topographie et Histoire Générale d'Alger." Revue Afri-
caine, 14. árg. 1870. Kafli XXI, 618. Frönsk þýðing spænska frumtextans.
13 Dan, Pierre, Histoire de Barbarie et de ses Corsaires. 2. útgáfa. París 1649. Sem
dæmi um talsmátann má tilgreina orð hans í upphafi lýsingarinnar á Algeirs-
borg: „allt verður þar til smánar enda ekki furða þar sem þetta er andstyggi-
legasta borg sem sést hefur." (86) Síðan hefur reglubróðirinn lýsinguna og segir
þá margt gagnlegt.