Saga - 1995, Síða 123
HVERJIR VORU TYRKJARÁNSMENN?
121
d'Aranda, að þeir ættu ekki aðra óvini en fátæktina og ísinn.21 Jón
Þorkelsson skýtur inn í þessa frásögn, neðanmáls, stuttri grein úr
riti eftir Pierre Dan, sem áður er nefnt, þar sem sagt er að þýski trú-
skiptingurinn („guðníðingurinn", segir Jón) Come Morat hafi verið
svo fífldjarfur að fara á þrem skipum til íslands og hafi hann tekið
þar 400 manns.22
I opinberum erlendum frumgögnum hef ég enn ekki fundið beina
vísun til ránsins á Islandi. Það sem kemst næst því er bréf frá for-
ingja ránsmanna til ríkisstjómarinnar í Hollandi að aflokinni ís-
landsferðinni þó að hann segi aðeins að hann sé að koma wtter zee, úr
sjóferð.23 Hins vegar er hægt af þessum skjölum og öðmm að kort-
leggja allnákvæmlega og lið fyrir lið kringumstæðurnar sem leiddu
til Tyrkjaránsins.
I annál, sem Hollendingurinn Claes Wassenaer gaf út í 21 bindi á
arunum 1622-35, er margt sagt frá sjómönnum og siglingum. í 14.
bindi er stuttlega greint frá ráninu í Grindavík vegna þess að Hol-
lendingar áttu þar hlut að máli.24 Flestu ber þar saman við það sem
segir í íslensku heimildunum en nokkm er aukið við þó að íslensku
frásagnirnar séu í heild miklu fyllri.
Hollenska frásögnin virðist nokkuð hafa komist inn í sagnaritun
seinni tíma, stundum án þess að menn viti um upprunann. Þannig
'ýsir enski sjóhemaðarsagnfræðingurinn Christopher Lloyd Grinda-
víkurráninu: „í Reykjavík ... var farið ránshendi um borgina og tekn-
ir 400 fangar en lítið annað herfang var að hafa nema saltfisk og
þurrkaðar húðir."25 Þessa frásögn hefur Lloyd allnákvæmlega frá
Roger Coindreau sem skrifaði sögu sjóræningja í Salé.26 Coindreau
21
22
23
24
25
26
D'Aranda, Emanuel, Relation de la captivitéet libertédu sieur ... . Fyrsta útgáfan
er frá 1656 en Jón notar fjórðu. (eða sjöttu?) útgáfuna frá 1671.
TÁÍ, 350. Sjá Dan, Histoire de Barbarie, 313. Hér, í útgáfunni frá 1649, er foring-
inn nefndur Cure Morat.
Rijksarchief. Staten-Generaal, 7106. Lias Barbarije 1596-1644. Les sources in-
édites de VHistoire du Maroc. Archives et bibliothéques des Pays-Bas. Bindi IV. París
1913,170.
Wassenaer, Claes, Historisch Verhael aller ghedenckweerdiger Gheschiedenissen in
Luropa. 14. bindi. Amsterdam 1628, 61 verso. Ég kann dr. J. B. Slot, deildar-
stjóra hjá Algemeen Rijksarchief í Haag, þakkir fyrir að finna þennan fágæta
stað í sjaldgæfri bók.
Lloyd, Christopher, English Corsairs on the Barbary Coast. London 1981, 98-99.
Coindreau, Roger, Les Corsaires de Salé. París 1948,68.