Saga - 1995, Page 126
124
ÞORSTEINN HELGASON
a. Tyrkir frá Anatólíu, einkum janissarar, þ.e. tyrkneskir hermenn
en þeir voru flestir Evrópumenn að uppruna, einkum frá Balk-
anskaga, þar sem þeim hafði verið rænt sem bömum eða komið
fyrir í þjónustu Tyrkja með öðmm hætti.
b. Márar en svo nefndu Evrópumenn blandaðan hóp Norður-Afríku-
manna, m.a. ættmenn þeirra sem bjuggu lengi á Spáni. Um þá
verður fjallað betur hér á eftir.
c. Trúskiptingar (e. renegades), þ.e. þeir sem höfðu gengið af krist-
inni trú og meðtekið íslamskan sið.
d. Þrælar, bæði afrískir frá Súdan og evrópskir.
e. Evrópskir kaupmenn, sendimenn og klerkar.
f. Gyðingar.
íbúafjöldinn í Algeirsborg, um það leyti sem íslendingarnir vom
herleiddir þangað, var um 100 þúsund manns. ítarlegasta lýsing,
sem til er frá þeim tíma, er frá hendi Pierres Dans. Hann kveður al-
mannaróm segja að í Algeirsborg og nágrenni búi u.þ.b. átta þús-
und trúskiptingar af öllu þjóðemi kristninnar. Janissara (tyrkneska
hermenn) telur hann vera um 20 þúsund og segir að þeir séu sendir
á sjóránaskip eða annað sem að gagni megi koma. Utlendar konur
séu 1000-1200, frá ýmsum Evrópulöndum. Tyrkir og márar taki sér
frekar slíkar konur en innfæddar.37
Spænski benediktsreglubróðirinn Diego de Haedo greindi már-
ana manna best í sundur og taldi þá vera ferns konar:
a. Innfædda, sem nefnast baldi og stunda verslun, handverk eða
búskap og njóta skattfríðinda samkvæmt gömlu samkomulagi.
b. Kabýla sem koma af fjöllum og em upprunalegir Afríkubúar en
snauðir menn og vinna þjónustustörf hjá ríkum Tyrkjum, már-
um eða trúskiptingum ellegar stunda garðyrkju eða kaupskap;
sumir róa á galeiðum og ein kynkvísl þeirra þykir Tyrkjunum
býsna góð til hermennsku.
c. Araba sem koma til borgarinnar að betla og þykjast of góðir til að
þjóna öðmm.
d. Mára frá Spáni sem komu flestir siglandi frá Marseille; þeir em
allir kunnáttumenn í einhverri starfsgrein. Þeir em hvítir á hör-
und og klæðast eins og Tyrkir. Þessi hópur er versti óvinur sem
kristnin á í Barbaríinu; þá þyrstir í blóð kristinna manna.38
37 Dan, 341.
38 Haedo, Revue Africaine, 14. árg. 1870. Kafli XI, 491-95.