Saga - 1995, Síða 128
126
ÞORSTEINN HELGASON
skríða gegn þeim sem eftir voru (í spænskum heimildum oft nefndir
Moriscos en í öðrum Andalúsíumenn), hvort sem þeir höfðu tekið
kristni eða ekki. Þessir menn höfðu harma að hefna og sumir þeirra
leituðu hælis í Algeirsborg eða Salé í Marokkó eins og síðar verður
vikiðað.
Sjóræningjar í Alsír eru sumir Tyrkir eða márar að uppruna, segir
Haedo og miðar einkum við árið 1581, „en meirihluti þeirra kemur
úr röðum trúskiptinga af alls konar þjóðemi og þeir em slyngir í
strandsiglingu með löndum kristinna manna."39
Trúskiptingamir vom Evrópumenn að uppmna og þeir fyrstu
vom einkum ættaðir frá Miðjarðarhafslöndum. Ástæður þess að þeir
köstuðu trú sinni vom margvíslegar. Ýmist var þar um val að ræða
eða þvingun. Um 1600 fór Norður-Evrópumönnum að fjölga í þess-
um hópi, ekki síst Englendingum og Hollendingum. Ein ástæðan
var sú að hlé varð á stríði þessara þjóða við höfuðóvininn, Spánverja;
hjá Hollendingum 1609-21 og Englendingum 1603-25. Þá vom sjó-
ránaleyfi innkölluð og hraustir sjómenn gerðust daufir í dálkinn.
Þeir tóku þá allmargir til bragðs að ganga til liðs við sjóránamiðstöðv-
amar í Barbaríinu þar sem sjaldan skorti verkefni. Þetta varð mjög
til að efla siglingalist og sjórán á þessum stöðum.40
Sjóræningjamir höfðu að jafnaði kristna þræla í þjónustu sinni og
sóttust eftir kunnáttumönnum við skipasmíðar.41 Þrælarnir vom
hafðir við árar, segir Haedo, en þeir sem ekki áttu þræla gátu leigt
þá hjá kaupmönnum eða borgað frjálsum márum sama gjald.42 Tyrkja-
ránsárið 1627 var orðið minna um ræðara, einkum í langferðum, þar
sem Norður-Afríkumenn höfðu tileinkað sér nýja siglingatækni og
skip. Sumir telja að kristnir menn hafi sloppið við að vera sendir á
galeiðuna ef þeir köstuðu trúnni.43
Auk þessara skipsmanna, sem hér em nefndir og komu úr Al-
geirsborg þó að uppmninn væri margs konar, barst stundum beinn
liðsauki frá Evrópu. Sjóræningjar, sem störfuðu sjálfstætt eða veif-
39 Sama rit. Kafli XXI, 618.
40 de Groot, Alexander H., „Ottoman North Africa and the Dutch Republic in
the Seventeenth and Eighteenth Centuries." Revue de l'Occident Musulman et de
la Méditerranée. 1985-1, 131-47. - Lloyd, Christopher, English Corsairs on the
Barbary Coast.
41 Haedo, Revue Africaine, 15. árg. 1871, kafli XXI, 42.
42 Sama rit, 42-3.
43 Dan, 343.