Saga - 1995, Page 129
HVERJIR VORU TYRKJARÁNSMENN?
127
uðu jafnvel opinberu leyfisbréfi frá Evrópuríki, leituðu stundum fyr-
lr sér í Algeirsborg og buðu helmingafélag án þess að gerast „Tyrk-
lr" sjálfir. Þetta gat verið áhættusamt, segir Sir Henry Mainwaring:
"í Algeirsborg eru skipin iðulega svikin af þeim og búin út með
Tyrkjum í hlutfallinu 150 Tyrkir á móti 20 enskum en vel er þó
farið með Englendinga og þeir fá sinn hlut rétt borgaðan."44
Ætla má að eitthvað hafi verið af „raunverulegum" Tyrkjum á ræn-
lngjaskipunum (þeim sem í frönskum heimildum eru nefndir Turcs
naturels, gagnstætt Turcs de profession, atvinnutyrkjum). Svo segir
m-a- franski flotafulltrúinn Laugier de Tassy. Hann fullyrðir að Tyrk-
lr séu jafnan á skipunum, m.a. fulltrúar yfirvalda sem gæti þess að
allt fari rétt fram.45 Gallinn er sá að Laugier skrifaði þetta nærri
hundrað árum eftir að Tyrkjaránið átti sér stað og ýmislegt gerðist í
samskiptum Tyrkja við trúskiptinga og mára á tímabilinu. En telja
verður líklegt að eitthvað af Tyrkjum hafi tekið þátt í Tyrkjaráninu.
íslenskar heimildir um þjóðerni ránsmanna
I mörgum íslensku heimildanna er ekki gerður greinarmunur á
mnsmönnum en þeir einungis kallaðir Tyrkir. Svo er t.d. í frásögn
Kláusar Eyjólfssonar lögréttumanns sem skráði sögu sína af Tyrkja-
raninu í Vestmannaeyjum eftir sjónarvottum.46
Þar sem segir frá atburðum í Vestmannaeyjum í júlímánuði 1627 í
Tyrkjaránssögu Bjöms á Skarðsá frá 1643 em ránsmenn oftast nefnd-
lr Tyrkir. Þó er nokkmm sinnum gerður greinarmunur. í frásögn af
rhsiglingunni kemur fram að kristnir menn hafi verið um borð; einn
Sagður spænskur og annar talaði þýsku.47 Annan stað má einnig
Wlka í þessa veru, þar sem sagt er frá því að hertekna fólkið var leitt
úr Dönskuhúsum þar sem það var í haldi:
Var og sleginn hringur kringum það af illmennunum. Þá
þóttist síra Ólafur það merkja af höfuðbúnaði þeirra, að það
rnundu Tyrkjar vera, og fór hann þá með sinni veiku kvinnu
fram fyrir kapteininn og hans undirkaptein ... ,48
44 Sama rit, 25.
Laugíer de Tassy, N., Histoire du Royaume d'AIger. Avec l'Etat présent de son
Gouvernement, de ses Forces de Terre et de Mer, de ses Revenues, Police, Justice
Politique & Commerce. Amsterdam 1725, 267-68.
"Frásögn Kláusar lögréttumanns Eyjólfssonar." TÁÍ, 18-90.
"Tyrkjaránssaga Bjöms á Skarðsá, samin 1643." TÁÍ, 267.
48 Sama rit, 258.