Saga - 1995, Blaðsíða 130
128
ÞORSTEINN HELGASON
Nokkru síðar kemur þessi ályktun:
Það er sannast talað um þessa morðingja, að þeir, sem níddust
á að drepa og saxa sundur mennina í þessum eyjahemaði, hafi
verið kristinnar trúar níðingar, sem tekið hafi þeirra trú ... 49
Hér er sem sé komin lýsing á trúskiptingum sem ekki vom Tyrkir
að uppmna. Báðar þessar tilvitnanir em bergmál frá Ólafi Egilssyni
enda er ferðasaga hans tilgreind sem ein af heimildum fyrir sög-
unni.50 Lýsingin er þannig hjá Ólafi:
Og er eg kom út og sá yfirmanninn, fór eg og kona mín
fram fyrir hann, féllum á kné og beiddumst náðar af honum.
En það dugði ekki. Og er eg sá þeirra höfuðbúnað, vissa eg að
það vom Tyrkjar.51
Því miður segir Ölafur ekki hvers konar höfuðbúnað foringjamir
bám. Hér gat eins verið um að ræða evrópska trúskiptinga sem
fengu tyrkneskan túrban til merkis um nýja stöðu. Ólafur staðfestir
það sjálfur á sama stað: „En það kristið hefir verið og geingið af
trúnni er að sönnu sama háttar [og Tyrkir] að klæðaburði, hárrakstri
og öðm slíku ... ".52
Ólafur áleit að flestir þeirra manna sem tóku hann sjálfan og fjöl-
skyldu hans höndum hafi verið enskir.53 Líklegt er að Ólafur hafi
hér ályktað af málfari ræningjanna. Þegar á skipið kom og Ólafur
hafði verið barinn með kaðli „var einn Þýzkur tilsettur að spyrja mig
að, hvort eg ætti ekki peninga". Loks gerir Ólafur grein fyrir því í
heild sinni
hveminn illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það af því
að segja, að það fólk er misjafnt, bæði til vaxtar og ásýndar,
sem annað fólk. Sumir geysi miklir, sumir bjartir, sumir svart-
ir, því það vom kristnir úr ýmsum löndum, enskir, franskir,
spánskir, danskir, þýzkir, norskir, og haf þeir hver sitt gamla
klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til
fellur, og hafa stundum högg til... . En Tyrkjar em allir með
uppháar prjónahúfur rauðar....
Ólafur Egilsson greinir þannig í þrjá hópa: uppmnalega Tyrki, trú-
skiptinga og kristna menn. Má ætla að þeir síðastnefndu hafi eink-
49 Sama rit, 263.
50 Sama rit, 220.
51 „Ferðasaga síra Ólafs Egilssonar." TÁÍ, 96.
52 Sama rit, 99.
53 Sama rit, 94.