Saga - 1995, Page 131
HVERJIR VORU TYRKJARÁNSMENN?
129
um verið á skipunum og tæpast tekið þátt í strandhöggunum þar
sem þá þurfti að hafa undir eftirliti og þeim var skipað fyrir verk-
um.
Ránsmenn frá Saléborg
Allt sem sagt hefur verið hingað til á við um ránsmenn frá Algeirs-
borg sem herjuðu á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þeir sem
létu greipar sópa í Grindavík og strönduðu síðan á Seylunni utan
við Bessastaði komu hins vegar frá borginni Salé í Marokkó. Ráns-
menn í Saléborg voru af svipuðum toga og Algeirsbúar en nokkuð
bar þó á milli.
Trúskiptinga var engu síður að finna í borginni Salé en í Alsír.
Faðir Dan segir þá að vísu vera í mesta lagi þrjú hundruð og fátt sé
þar um konur sem hafi kastað trúnni.54 En margir í sjóræningjastétt-
inni höfðu viðkomu á staðnum, tóku vistir og seldu hertekna menn
og annan vaming - en innsiglingin var erfið, segir m.a. Mainwar-
ing í ferðahandbók sinni fyrir sjóræningja.55
Evrópskir trúskiptingar vom atkvæðamiklir í Salé en annar hóp-
ur manna, sem mjög lét til sín taka í sjóránum á Atlantshafi, vom
márar af síðustu sort, þ.e. þeir sem hraktir vom frá Spáni sam-
kvæmt tilskipun Filippusar 3. Spánarkonungs frá 10. janúar 1610.
Þessir márar höfðu búið um nokkurt árabil í borginni Hornachos í
Andalúsíu og farið sínu fram alldjarflega í spænska konungsrík-
inu.56 Þeir tóku sig upp nokkm áður en útlegðarúrskurðurinn var
gefinn út, héldu yfir Gíbraltarsund og settust að í Salé. Þar var þeim
tekið tveim höndum, bæði af konunginum (sjarífanum) Moulay Zidan
og trúarleiðtoganum (marabout) Sidi el-Ayachi sem orðlagður var
fyrir heilagt stríð gegn Spánverjum og Portúgölum í bækistöðvum
þeirra á Marokkóströnd.57 Márarnir frá Hornachos efldu sjórán í
Salé en þau höfðu aðeins tíðkast í litlum mæli áður á þeim stað.58 Þeir
54 Dan, 341.
55 Mainwaring, 35.
56 de Castries, Henry, „Les Moriscos á Salé et Sidi el-Ayachi. Introduction cri-
tique." Les sources inédites de l'histoire du Maroc. Archives et bibliothéques de France.
Bindi m. París 1911,188.
57 Sama rit, 190. Sjá einnig E1 Fasi, M, „Morocco", General History of Africa. V.
Africa from the Sixteenth to the Eiehteenth Century. París 1992,200-232.
58 Dan, 203.
9-SAGA