Saga - 1995, Page 132
130
ÞORSTEINN HELGASON
töluðu kastilísku og gátu farið fram sem Spánverjar þegar þeim hent-
aði. Þeim bættist liðsauki 1614 þegar Spánverjar lögðu nágrannabæ-
inn El-Mamora undir sig en þar hafði staðið miðstöð einkasjóræningja
frá ýmsum löndum. Erkisjóræninginn Henry Mainwaring hafði þar
um tíma 30 skip á sínum snærum.59
Af framansögðu má ætla að sjóránaskipin frá Salé hafi verið mönn-
uð márum frá Spáni, evrópskum trúskiptingum og ófrjálsum Evrópu-
mönnum, auk Marokkómanna af ýmsu tagi. Svo vel ber í veiði að til
eru upplýsingar um áhöfn skipstjórans, sem var í fyrirsvari fyrir ís-
landsferðinni 1627, eins og hún var samsett í árás á Kanaríeyjar
1622. Spænskur trúskiptingur af skipinu var skömmu síðar hand-
tekinn og leiddur fyrir rannsóknarréttinn. Hann sagði að á skipinu
hefðu verið márar frá Salé, þar af 18 Moriscos útlægir frá Spáni. Níu
flæmska (hér: hollenska) trúskiptinga taldi hann auk 13 ófrjálsra
landa þeirra.60
Þar sem ránsmönnum í Grindavík er lýst í Tyrkjaránssögu Björns
á Skarðsá eru þeir aldrei nefndir annað en „Tyrkjar". Þó er sagt að
ránsmenn hafi sent nokkra menn á bát til njósna að danska kaup-
skipinu og að þeir menn hafi talað þýsku við skipherrann.61 Enn-
fremur er talað um hollenskan bátsmann á skipi þegar siglt var til
Afríku.62
I hollenska annálnum, sem áður er nefndur, segir að níu Eng-
lendingar hafi verið í áhöfn ránsmanna í Grindavík; þeim hafi verið
gefið eftir fyrra skipið, sem tekið var, og hafi þeir fengið að fylla það
fiski. Síðan sigldu Englendingarnir heim til Englands „og létu sem
þeir ættu skipið og héldu því leyndu að sjóræninginn [þ.e. foringi
„Tyrkjanna"] hefði látið þá hafa það".63 í íslensku heimildunum er
ekki getið um þetta „enska tilbrigði" og geta verið á því nokkrar
skýringar:
a. Claes Wassenaer fer með rangt mál, blandar saman atburðum
o.s.frv. A móti þessu mælir að honum ber saman við Bjöm á
Skarðsá um sum mikilvæg atriði, svo sem mannfall og skipatöku.
Ránsmenn höfðu „eitt tyrkneskt herskip", segir Björn64, þegar
59 Mainwaring, 9-10.
60 Bennassar & Bennassar, 34.
61 „Tyrkjaránssaga Bjöms á Skarðsá", 224.
62 Sama rit, 230.
63 Wassenaer, Historisch Verhael.
64 „Tyrkjaránssaga Bjöms á Skarðsá", TÁÍ, 224.