Saga - 1995, Side 142
140 JÓN Þ. ÞÓR
gegndi um mikilvæg bátamið, t.d. á Selvogsbanka, í Faxaflóa og á
Breiðafirði.
A öllum þessum svæðum, og víðar þar sem eins var ástatt, voru
góð og eftirsótt togaramið. Þar voru togaramir í fullum rétti við veið-
ar utan landhelgi og óttuðust margir, að veiðar þeirra spilltu við-
gangi fiskstofnanna, auk þess sem bátasjómenn kvörtuðu stöðugt
undan ágangi togaranna og ónæði af þeim.
Af þessum sökum gerðu íslensk stjómvöld ítrekaðar tilraunir til
þess að fá landhelgislínunni breytt með samningum. Tilraunimar
höfðu allar sama meginmarkmið: að landhelgin næði yfir flóa og firði
og helstu bátamið. Undir lok tímabilsins, nánar tiltekið 1936, kom
fram sú hugmynd að tilteknum svæðum, einkum Faxaflóa, yrði lok-
að fyrir botnvörpuveiðum. Allar urðu þessar tilraunir árangurslaus-
ar, enda litu þær þjóðir sem mestra hagsmuna áttu að gæta, Bretar,
Frakkar og Þjóðverjar, á þriggja mílna landhelgi sem alþjóðalög og
bám fyrir sig Haagsamkomulagið frá 1882. Kom það sjónarmið
skýrast fram á ráðstefnu Þjóðabandalagsins um hafréttarmál árið
1930.13
Eina raunhæfa leið Islendinga til að verja gmnnmið og uppeldis-
stöðvar ungfisks fyrir ágangi togara var að efla landhelgisgæslu og
freista þess að verja landhelgina með kjafti og klóm. Við upphaf
tímabilsins, sem hér er fjallað um, var enn við lýði það fyrirkomulag,
sem tíðkast hafði frá því á síðari hluta 19. aldar, að Danir önnuðust
landhelgisgæslu hér við land og höfðu til þess eitt til tvö skip. Sú
gæsla var þó allsendis ófullnægjandi, ekki síst er sókn útlendinga á
miðin jókst svo mjög og áður var lýst.
Samkvæmt Sambandslagasáttmálanum frá 1918 bar Dönum að
annast landhelgisgæslu hér við land uns Islendingar gætu tekið
hana í eigin hendur. Árið 1918 munu fáir hafa reiknað með því að ís-
lensk landhelgisgæsla kæmist svo skjótt á laggirnar sem raun bar
vitni, en hér sannaðist hið fomkveðna, að neyðin kennir naktri konu
að spinna. Kaup fyrsta íslenska varðskipsins, Þórs, árið 1920 réðust að
nokkm leyti fyrir tilviljun, en árangur af útgerð þess og vélbáta,
sem haldið var til gæslu á ákveðnum árstímum var svo góður að
þegar kom fram um miðjan 3. áratuginn þótti einsýnt að hraða bæri
uppbyggingu íslenskrar landhelgisgæslu. Á árunum 1926 og 1929
13 Um tilraunir fslendinga til breytinga á landhelgismörkunum á millistríðsár-
unum, sjá: Jón Þ. Þór: Landhelgi íslands 3901-1952. (Rv. 1991), einkum 16-36.