Saga - 1995, Side 144
142
JÓN Þ. ÞÓR
flokkinn fyrir alþingiskosningarnar 1923, síðan íhaldsflokkinn og
Frjálslynda flokkinn, en sameinuðust árið 1929 í Sjálfstæðisflokkn-
um yngri. Hins vegar voru Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn, og höfðu náið samstarf í ýmsum málum lengst af tímabilinu.
Fyrmefnda fylkingin naut mests stuðnings meðal borgarastéttar-
innar í bæjum og kauptúnum og meðal efnaðra bænda, auk þess
sem Sjálfstæðisflokkurinn átti ávallt verulegt fylgi meðal verkalýðs,
einkum í Reykjavík. í röðum hennar voru margir helstu útgerðar-
menn landsins og sátu sumir þeirra á alþingi. í þeim hópi var Ólaf-
ur Thors, sem kjörinn var formaður Sjálfstæðisflokksins árið 1934.
Hann var einn eigenda og stjómenda togaraútgerðarfélagsins Kveld-
úlfs og er ekki efamál, að sú staða hans skipti verulegu máli í um-
ræðum og deilum um „Ómmumálið."
Jónas Jónsson frá Hriflu var, sem kunnugt er, einn aðalhöfundur
hinna flokkanna tveggja, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins.
Samstarf flokkanna á 3. og 4. áratugnum var í upphafi mnnið und-
an rifjum Jónasar og í samræmi við þá kenningu hans að smábænd-
ur og vinnufólk í sveitum og verkalýðurinn á mölinni ættu að snúa
bökum saman í baráttunni gegn borgarastéttinni. Framsóknarflokk-
urinn var á þessum ámm öðm fremur flokkur sveitafólks, þótt
fylgi hans við sjávarsíðuna ykist reyndar að mun. Alþýðuflokkurinn
sótti á hinn bóginn mest fylgi til verkafólks í kaupstöðum og kaup-
túnum og er athyglisvert í ljósi þeirra mála, sem hér em til umfjöll-
unar, að staða hans var sterkust þar sem togaraútgerð var öflugust: í
Hafnarfirði, Reykjavík og á ísafirði.
A alþingi átti borgarafylkingin, sem áður var lýst, rætur í tveim
flokkum heimastjómartímabilsins, Heimastjórnarflokknum og Sjálf-
stæðisflokknum (eldra). Fyrir alþingiskosningar 1923 mynduðu þing-
menn úr þessum flokkum Borgaraflokkinn, sem hlaut 53 prósent
atkvæða og 25 þingmenn í kosningunum. Borgaraflokkurinn var í
raun aðeins laustengt kosningabandalag og tilraunir til þess að gera
hann að eiginlegum stjómmálaflokki fóm út um þúfur. Árið eftir,
1924, stofnuðu tuttugu þingmenn, sem kosnir vom undir merkjum
Borgaraflokksins, íhaldsflokksinn. Hinir fimm, sem allir vom úr
gamla Sjálfstæðisflokknum, stofnuðu Frjálslynda flokkinn tveim ár-
um síðar. íhaldsflokkurinn myndaði ríkisstjóm árið 1924 og sat hún
að völdum til ársins 1927, er Framsóknarflokkurinn myndaði stjóm
með hlutleysi Alþýðuflokks. Sú ríkisstjóm sat að völdum til 1932, er
ný stjóm framsóknarmanna og sjálfstæðismanna tók við. Árið 1934
mynduðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn „stjóm hinna