Saga - 1995, Blaðsíða 145
„ÖMMUSKEYTIN" 143
vinnandi stétta", sem var við völd til ársins 1938, er Haraldur Guð-
naundsson, ráðherra Alþýðuflokksins, lét af embætti. Þá tók fram-
soknarmaðurinn Skúli Guðmundsson við og sat stjómin með hlut-
leysi Alþýðuflokksins uns „þjóðstjómin", stjórn allra þriggja flokk-
anna, var mynduð í apríl 1939.
Stjórnmálabarátta þessara ára var bæði hörð og illskeytt og vafa-
samt að stjórnmálaátök hafi í annan tíma verið jafn harðvítug og
persónuleg hér á landi. Framan af tímabilinu var að vísu tiltölulega
kyrrt á yfirborðinu, a.m.k. miðað við það sem síðar varð, en þegar
kom fram undir 1930 tók að hitna verulega í kolunum. Heimskrepp-
an setti mjög mark sitt á allt atvinnulíf og lífskjör og á þessum
arum kom upp hvert stórmálið á fætur öðm. Má þar nefna deilur
um kjördæmaskipan, „þingrofsmálið", „Kleppsmálið", „Kveldúlfs-
málið", „Gúttóslaginn" og loks það mál, sem hér er til umræðu og var
langvinnast allra stórmála millistríðsáranna.
Upphaf skeytasendinga umferðir varðskipanna
Sitthvað bendir til þess að „njósnir" um ferðir varðskipa við ísland
hafi tíðkast allt frá því er erlendir togarar hófu veiðar hér við land á
ofanverðri 19. öld. Má í því viðfangi minna á, að er deilur um „trölla-
fiskiríið"* svonefnda stóðu sem hæst á síðasta áratug aldarinnar sem
tóð, kom það nokkmm sinnum fyrir að menn sökuðu nágranna sína
um að vísa erlendum togaramönnum á mið og vara þá við er varð-
skip nálgaðist. Mest kvað að slíkum ásökunum við Faxaflóa og áttu
hinir meintu „njósnarar" að hafa þegið fisk að launum fyrir greiða-
semina við sjómennina útlendu.15
Hér verður ekkert um það fullyrt, hvort þessar ásakanir og aðrar
kliðstæðar hafi átt við rök að styðjast, en hitt er víst, að hafi einhverjar
slíkar „njósnir" verið stundaðar á þessum ámm, hafa þær trauðla ver-
ið Umfangsmiklar. Fréttir bámst seint á þessum tíma og möguleik-
a að koma boðum til sjómanna á hafi úti vom takmarkaðir. Á
mn bóginn leikur ekki á tvennu, að landhelgisbrot vom tíð á ámn-
um fyrir fyrri heimsstyrjöld. Þar áttu erlendir togarar mestan þátt
Tröllafiskirí var það kallað er íslendingar fóru um borð í erlenda - einkum breska
- togara og þáðu fisk í skiptum fyrir ýmsan vaming, t.d. brennivín og tóbak.
5 Um þetta efni, sjá m.a.: Fjallkonuna 22. tbl. XIII. árg., 1896; ísafold 74. tbl. XXIV.
árg„ 1897.