Saga - 1995, Side 146
144
JÓN Þ. ÞÓR
en engin ástæða er til að ætla, að íslenskir togaraskipstjórar hafi ver-
ið með öllu saklausir, þótt þeirra væri sjaldnar getið við slíka iðju.
Stafaði það m.a. af því að íslensku togaramir veiddu mest í salt og
sóttust mest eftir þorski, en hinir útlendu leituðu meira eftir ýsu og
flatfiski, sem meira var af á gmnnmiðum.
A fyrstu tveim áratugum þessarar aldar urðu miklar breytingar
og framfarir í gerð ýmiss konar tæknibúnaðar, sem notaður var um
borð í skipum. Það átti ekki síst við um loftskeytatæki. Þau vom
fyrst sett í herskip og stærri flutninga- og farþegaskip, en þó vom
þess dæmi að togarar væm búnir loftskeytatækjum fyrir fyrri heims-
styrjöld. A 3. áratugnum var almennt farið að setja loftskeytatæki í
togara, sem stunduðu úthafsveiðar, og árið 1928 vom um 200 bresk-
ir togarar komnir með slík tæki.16 íslenskir togarar voru flestir bún-
ir loftskeytatækjum þegar á fyrstu ámm þriðja áratugarins.
Tilgangurinn með því að búa skipin loftskeytatækjum var vita-
skuld fyrst og fremst sá að auka öryggi sjómanna og auðvelda þeim
að hafa samband við land er þörf krafði. En tæknin var einnig gagn-
leg að öðm leyti og gerði skipstjómm kleift að fiska meira og nýta
skipin betur. Með hjálp loftskeyta gátu þeir haft samband sín á
milli og sent hver öðmm upplýsingar um veðurhorfur, aflabrögð og
fiskgengd á tilteknum miðum. Þess háttar skeytasendingar vom
vitaskuld fullkomlega löglegar, en snemma mun hafa tekið að bera
á því að skipstjórar, einkum þeir sem störfuðu hjá sama útgerðarfé-
lagi, tækju að senda sín á milli skeyti á dulmáli, sem starfsbræður
þeirra hjá öðmm fyrirtækjum höfðu ekki aðgang að. Var það gert til
þess að keppinautamir hjá öðmm fyrirtækjum gætu ekki hlerað
upplýsingarnar og notfært sér þær, en hörð samkeppni ríkti á milli
togaraskipstjóra á þessum ámm. Þannig mynduðust smám saman
svonefnd „kvótafélög", sem mjög komu við sögu í „Ömmumál-
inu."* * Oftar en ekki vom útgerðarmenn aðilar að „kvótafélögunum"
og sendu skipstjómm sínum skeyti á dulmáli. Gefur þá augaleið, að
oft þurfti að breyta dulmálslyklunum svo aðrir en innvígðir gætu
ekki hagnýtt sér þá. Vom menn sérstaklega á verði gagnvart skip-
stjómm, sem höfðu fært sig á milli fyrirtækja.17
En skipstjórar og útgarðarmenn tóku brátt að hagnýta sér hina
16 M. Thompson: Fish Dock. The Story ofSt. Andrew's Dock, Hull, Hull 1989,15-19.
* Rétt er að taka fram, að á þessum árum var orðið kvóli oftast notað yfir dulmál
og var vitaskuld afbökun á enska orðinu code.
17 Sbr. t.d. Guðjón Friðriksson (1983), 106-7.