Saga - 1995, Side 147
„ÖMMUSKEYTIN" 145
nýju tækni til fleiri hluta en að skiptast á sakleysislegum upplýsing-
um um veður og aflabrögð. Þeir virðast hafa tekið að senda hver öðr-
um skeyti um ferðir og athafnir varðskipa skömmu eftir að Ioft-
skeytatæki urðu almenn í flotanum. Þetta má m.a. ráða af orðum
Agústs Flygenrings, útgerðarmanns, í umræðum á alþingi árið 1924.
Þar sagði hann m.a.:
Skipstjórunum er trúað fyrir dýrum skipum og dýrri útgerð
og Iagt fyrir þá að fiska vel. Og þeir vita það, að ef þeim
bregst aflinn, þá verða þeir tafarlaust reknir. Útgerðarmenn
hafa rekið skipstjóra sína fyrir það eitt að fiska ekki. Þeir hafa
meira að segja gert það margsinnis. Vesalings skipstjóramir
hafa því blátt áfram sverðið hangandi yfir höfði sjer. Og við
skulum nú taka dæmi til skýringar í þessu máli. 40-50 er-
lendir togarar em að veiðum í landhelgi austur við Landeyja-
sand. íslenskur togari kemur þar að, er að veiðum fyrir utan
línuna, og fær ekki fisk úr sjó. Hvað á þá skipstjórinn að
gera? Hvað mundum við gera í hans spomm? Auðvitað fara
inn fyrir línuna. Svo ber varðskipið að. Einmitt þessi togari er
ef til vill tekinn - og kanske eingöngu vegna þess, að hann
vantar t.d. loftskeytatæki, sem hinir hafa. Og svo á skipstjór-
inn að missa skipið, en hinir sleppa með alt saman!
Að því munu vera mörg dæmi, að skipstjórar hafi óbeinlín-
is verið sviptir skipstjóm fyrir að stunda ekki veiðar í land-
helgi - eða með öðmm orðum: fyrir að fiska ekki nógu vel, af
því þeir hafa hlífst við að fremja lögbrot. Og það vita allir,
sem eitthvað þekkja til, að sumir þeirra, sem brotlegastir em,
hafa aldrei verið teknir.18
Hér þarf ekki frekari vitna við. Með þessum orðum viðurkenndi
einn þekktasti og umsvifamesti útgerðarmaður landsins að togara-
skipstjórar stunduðu veiðar í landhelgi og notuðu loftskeytatæki til
þess að vara hver annan við, ef hætta var á því að varðskip nálgaðist.
Af orðum annarra þingmanna, sem þátt tóku í umræðunni, er ljóst,
að landhelgisnjósnimar hafa þegar árið 1924 verið á allra vitorði, en
svo virðist sem þingmenn hafi talið eflingu landhelgisgæslunnar
eina ráðið til þess að koma í veg fyrir landhelgisbrot.19 Þetta viðhorf
kann að hafa stafað af því að engin lög vom til um notkun loftskeyta
og skeytasendingarnar því ekki beinlínis ólöglegar, auk þess sem
18 Alþ. tíð. 1924, C, 502-3.
19 Alþ. tíð. 1924, C, 560 og 564.
10-SAGA