Saga - 1995, Page 148
146
JÓN Þ. ÞÓR
stjómvöld höfðu ekki afdráttarlausa lagaheimild til þess að hefja
eftirlit. Þá hefur það vafalaust einnig haft sitt að segja, að á árunum
1924-27 var Ihaldsflokkurinn við völd og naut, sem áður sagði, stuðn-
ings flestra helstu útgerðarmanna landsins. Þeir höfðu eðlilega lítinn
áhuga á því að nokkuð yrði gert sem dregið gæti úr afla skipa þeirra
og þess vart að vænta að þeir bönnuðu skipstjómm sínum að nota
loftskeytatækin í þeim tilgangi, sem hagkvæmastur var útgerðinni.
Bátasjómönnum og fólki í sjávarplássum víða um land ofbauð hins
vegar yfirgangur togara í landhelginni og það, hve auðvelt þeir virt-
ust eiga með að forðast varðskipin. Krafa þessa fólks var að allt yrði
gert, sem unnt væri, til þess að hindra landhelgisbrot og tók stjórn-
arandstaðan, framsóknarmenn og alþýðuflokksmenn, undir þá kröfu.
Tíðinda var því að vænta í þessu efni er ný ríkisstjóm settist að völd-
um í ágústlok 1927.
„Ömmumálið" á alpingi
Ríkisstjórn framsóknarmanna undir forystu Tryggva Þórhallssonar
settist að völdum 28. ágúst 1927. Er alþingi kom saman árið eftir bar
einn þingmanna Framsóknarflokksins, Sveinn Ólafsson í Firði, fram
fmmvarp til laga „um eftirlit með loftskeytanotkun íslenskra veiði-
skipa." Fmmvarpið var í níu greinum. í hinni fyrstu var landsstjórn-
inni heimilað að hefja eftirlit með notkun loftskeyta og því að þau
væm ekki notuð til að auðvelda ólöglegar veiðar í landhelgi. Sam-
kvæmt 2. grein skyldu útgerðarmenn skyldir að láta stjómvöldum í
té lykla að „hverju því dulmáli", sem notað kynni að vera í skeyta-
sendingum milli skipa og milli skips og lands. í 3. grein var kveðið
nánar á um það, hvernig eftirlitinu skyldi hagað og var hún svo-
hljóðandi:
Hver loftskeytastöð á íslandi og hvert íslenskt veiðiskip, sem
hefir loftskeytatæki, skulu hafa frá dómsmálaráðuneytinu
sjerstök eyðublöð til skeytasendinga vegna veiðiskipa. Hvert
loftskeyti til eða frá íslenskum veiðiskipum skal fmmritað á
slíkt eyðublað. Skipstjóri á veiðiskipi, en útgerðarstjóri eða mað-
ur, sem að lögum hefir prókúm fyrir útgerðarfyrirtæki, und-
irrita á hverju slíku skeyti, er þeir senda, drengskaparvott-
orð um, að ekkert í efni skeytisins geh orðið til að hjálpa veiði-
skipi hl að brjóta landhelgislöggjöfina eða forðast varðskip
þau, er gæta eiga landhelginnar.
A hverri loftskeytastöð og hverju íslensku veiðiskipi skal