Saga - 1995, Page 149
„ÖMMUSKEYTIN" 147
rita í sjerstaka bók öll skeyti til og frá veiðiskipum, með ná-
kvæmri dagsetningu og töluröð, svo sem nánar er tiltekið í
reglugerð. Loftskeytastöðvar og veiðiskip með loftskeytatækj-
um senda í byrjun hvers mánaðar frumrit allra skeyta til og
frá veiðiskipum frá undangengnum mánuði til stjómarráðs-
ins, og í lok hvers árs bók þá, sem skeytin em rituð í fyrir
það ár. Stjómarráðið leggur síðan fyrir sjávarútvegsnefndir
Alþingis ár hvert bæði fmmrit skeytanna og öll hin bók-
færðu eftirrit til endurskoðunar.20
Þessi grein bregður að ýmsu leyti fróðlegu ljósi á það, hverja mögu-
leika stjómvöld þessa tíma höfðu á eftirliti með athöfnum þegn-
anna. Hér varð í raun engu eftirliti við komið nema í samvinnu við
þá, sem fylgjast átti með, og hætt er við að eftírlitíð hefði orðið harla
seinvirkt og þungt í vöfum.
Samkvæmt 5. grein fmmvarpsins skyldi dómsmálaráðuneytinu
heimilt að svipta útgerðarmenn og skipstjóra leyfi tíl að nota loft-
skeyti, ef „sterkur gmnur" léki á um að þeir hefðu misnotað þau, og
1 7- grein sagði:
Brot á móti 2. og 3. gr. varðar 15-50 þús. kr. sekt fyrir útgerð
skipsins, en skipstjóri, sem verður sannur að því að misnota
loftskeytí til að geta framið landhelgisbrot, skal í fyrsta sinn
missa rjett til skipstjórnar í tvö ár. Brjóti hann aftur, missir
hann skipstjórarjettindi fyrir fult og alt.21
I greinargerð með fmmvarpinu vom raktar ástæður þess að það
Var lagt fram og sagði þar m.a.:
Frá því íslensk botnvörpuskip tóku að stunda veiðar hjer við
land hefir það verið alkunnugt, að sum þeirra hafa veitt mikið
í landhelgi. Og eftír að loftskeytastöðvar vom reistar og botn-
vörpungarnir fengu loftskeytatæki hefir sterkur gmnur á
því leikið, að einstök útgerðarfyrirtæki stjómuðu landhelgis-
brotum úr landi. Liggur fyrir um þetta bein yfirlýsing í sjálf-
um Þingtíðindunum frá einum elsta og merkasta útgerðar-
manni landsins, Ag. Flygenring. Menn vita, að sum togara-
fjelögin láta halda nákvæma njósn um hverja hreyfingu varð-
skipanna hjer við land og vara skip sín við. Kunnugt er, að
togara hafa þrjá daga í röð verið send svo hljóðandi skeytí
hjeðan úr Reykjavík: „Ömmu líður vel" - „Ömmu líður enn