Saga - 1995, Page 152
150
JÓN Þ. ÞÓR
Upphaf rannsóknar — setning bráðabirgðalaga
Eins og frá var skýrt í síðasta kafla virðist svo sem skeytasendingar
á dulmáli á milli togara og lands hafi færst í aukana er kom fram
um 1930. Olli þar ekki síst, að einmitt um þetta leyti er svo að sjá
sem skeytasendingar úr landi til breskra togara hafi orðið algengar.
Þegar leið að vetumóttum árið 1935 virðist svo sem skeytaflóðið til
togara hafi verið orðið slíkt, að ríkisstjóminni þótti ekki lengur við
unað. Hinn 20. október fól dómsmálaráðuneytið þeim Guðjóni Teits-
syni, starfsmanni í dómsmálaráðuneytinu, og Guðmundi Péturssyni,
loftskeytamanni, að fylgjast með og rannsaka gmnsamleg dulmáls-
skeyti, sem fæm á milli togara og lands.25
Þeir Guðjón og Guðmundur hófu rannsókn sína 1. nóvember 1935
og af skýrslu, sem þeir sendu dómsmálaráðuneytinu í janúar 1936
má sjá, að þeir hafa kannað afrit af öllum loftskeytum, sem gengu á
milli togara og lands í september og október þá um haustið og að
auki nokkur skeyti, sem send voru í janúar 1936. Skýrsla þeirra tók
hins vegar aðeins til skeyta, sem send vom í september, en þann
mánuð töldu þeir marktækastan vegna þess að þá stunduðu togarar
mest veiðar í ís fyrir Bretlandsmarkað og þá væri þess helst að
vænta að skipstjórar freistuðust til að veiða smáfisk í landhelgi.26 Á
sú skoðun vafalaust rétt á sér að því er íslenska togara snertir, en
miklu síður að því er viðkemur breskum togumm. Þeir veiddu meira
og minna í ís allt árið og ávallt fyrir Bretlandsmarkað.
I skýrslu rannsóknarmannanna tveggja kom fram, að mun fleiri
skeyti vom send úr landi en í land og að nokkrir menn í Reykjavík
og einn í Hafnarfirði virtust vera í næsta stöðugu loftskeytasam-
bandi við tiltekna erlenda togara, sem þeir áttu þó engin önnur við-
skipti við, svo vitað væri. Sumir þessara manna vom umboðsmenn
erlendra togara og samskiptunum á milli þeirra og togaranna lýstu
rannsóknarmennimir svo:
I sambandi við nefndar skeytasendingar má það og ... teljast
grunsamlegt hversu áberandi fleiri skeyti em send úr landi
en í land. Virðist það vera þannig að hinir erlendu togarar láti
hina umræddu umboðsmenn vita hvenær þeir koma til lands-
ins að veiða, og síðar (sic) aftur hvenær þeir fara, en sendi svo
25 Str. í. I. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Db. 12, nr. 175. Fært í Db. 13, nr. 450.
26 Sama heimild.
A