Saga - 1995, Page 153
.OMMUSKEVTIN'
151
yfirleitt lítið af símskeytum þar á milli. Aftur á móti virðast
þeir fá næstum stöðug símskeyti úr landi, stundum mörg á
dag, þann tíma, sem þeir eru að veiðum.27
Togaramir, sem hér var um að ræða, vom allir breskir og kváðust
þeir Guðjón og Guðmundur hafa heyrt, að íslenskir fiskiskipstjórar
v*m á flestum þeirra. Þetta þótti þeim félögum „dálítið einkenni-
legt" þegar þess væri gætt, hve ófúsir Englendingar væm á að veita
útlendingum atvinnuleyfi, en töldu málið horfa „dálítið öðmvísi við",
ef tilgangurinn með ráðningu fiskiskipstjóranna væri sá að þeir tækju
að sér að skipuleggja „harðsnúna njósnastarfsemi til hagnaðar hin-
um erlendu veiðiskipum."28
Þessi tilgáta getur vissulega hafa átt við rök að styðjast í einstök-
um tilvikum, en hæpið er að ætla að fiskiskipstjóramir hafi almennt
verið ráðnir í þeim tilgangi að skipuleggja njósnir um varðskipin.
Samkvæmt breskum lögum máttu ekki aðrir en breskir ríkisborgar-
ar fara með stjóm á breskum skipum. Breskir togaraskipstjórar vom
hins vegar mislit hjörð og margir hverjir illa í stakk búnir til að sigla
a fjarlæg mið sökum vankunnáttu í siglingafræði. Ýmsir þeirra, sem
vel vom að sér í þeim fræðum, þekktu hins vegar lítt til miða við ís-
landsstrendur og vom jafnvel vankunnandi um fiskveiðar yfirleitt,
höfðu hlotið þjálfun í flotanum eða á kaupskipum. Af þeim sökum
hylltust bresldr útgerðarmenn til þess að ráða íslendinga, sem getið
höfðu sér gott orð sem aflamenn, til stjómar á skipum sínum. Um
borð réðu þeir öllu um veiðamar og fóm í raun með stjóm skipsins
en til þess að fullnægja lagaákvæðum varð að skrá breska ríkisborg-
ara sem skipstjóra. Voru þeir almennt nefndir „flaggskipstjórar",
hl aðgreiningar frá „fiskiskipstjómm."29
Þessi siður var mun eldri en landhelgisnjósnimar og hæpið að
tengja þessa tvo þætti með þeim hætti, sem rannsóknarmennirnir
8era í skýrslu sinni. Engum blöðum er að vísu um það að fletta, að
Sumir íslensku fiskiskipstjóranna tóku þátt í njósnunum, en aðrir
virðast hafa verið blásaldausir af slíku athæfi.
Rannsóknarmennimir tveir greindu dómsmálaráðherra frá niður-
stöðum athugana sinna í skýrslu, sem dagsett var 8. janúar 1936.
ar tilgreindu þeir fimm menn, sem þeir gmnuðu sérstaklega um
að hafa sent erlendum togumm skeyti með upplýsingum um ferðir
27 Samaheimild.
28 Sama heimild.
Sbr. Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar, Hafnarf. 1979,110-13.