Saga - 1995, Qupperneq 154
152 JÓN Þ. ÞÓR
varðskipanna, og fylgdu skýrslunni afrit af „fjöldamörgum síma-
skeytum" á dulmáli.30
Hermann Jónasson, dómsmálaráðherra, brá skjótt við og daginn
eftir, 9. janúar, fól hann Jónatan Hallvarðssyni, fulltrúa lögreglu-
stjórans í Reykjavík, „að hefja þegar ítarlega réttarrannsókn í máli
þessu, þar á meðal að yfirheyra alla þá, sem grunur er um að riðnir
séu við þessar símskeytasendingar og krefjast þess að þeir upplýsi
það codakerfi, sem símskeytin hafa verið send eftir."31
Jónatan beið ekki boðanna en hóf rannsókn þegar í stað. Fimm-
menningarnir, sem nafngreindir voru í skýrslu rannsóknarmann-
anna tveggja, voru færðir til yfirheyrslu þegar hinn 9. janúar og ját-
uðu allir brot sín nema einn. Réttarhöldin stóðu fram um miðnætti,
en ekki tókst við það tækifæri að sanna sök á fleiri aðila.32
Nú var komin upp býsna skrýtin staða, svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Eins og áður var getið, voru engin lög til um loftskeytanotk-
un í samskiptum við fiskiskip. „Ömmufrumvarpið" hafði aldrei náð
fram að ganga á alþingi og því voru engin lagaákvæði til um það,
hvernig haga skyldi eftirliti með skeytasendingum né hvernig refsa
skyldi þeim, er yrðu uppvísir að því að senda veiðiskipum upplýs-
ingar um ferðir varðskipa. Skyndilega höfðu hins vegar fjórir menn
viðurkennt að hafa gerst sekir um slíkt athæfi og gaf augaleið, að
þeim yrði að refsa, auk þess sem grunur lék á um að mun fleiri hefðu
stundað sams konar iðju.
En nú voru góð ráð dýr. Alþingi átti ekki að koma saman fyrr en
15. febrúar og ríkisstjóminni var ljóst, að þess væri of langt og
áhættusamt að bíða. Reynslan hafði sýnt, að engin trygging væri fyr-
ir því að „Ömmufrumvarpið" yrði að lögum þótt það yrði lagt fram
einu sinni enn, og þó svo að tækist að þvæla því í gegnum þingið,
gat það dregist fram á vor. Þann tíma gætu landhelgisnjósnarar
notfært sér til að eyða sönnunargögnum og breyta um starfsaðferðir,
en allar tafir á málinu hlutu að verða þeim í hag.
Af þessum sökum afréð Hermann Jónasson, sem var hvort tveggja
í senn, forsætis- og dómsmálaráðherra, að setja bráðabirgðalög til að
koma í veg fyrir að fiskiskip væm aðstoðuð við ólöglegar fiskveiðar
og tóku þau gildi 14. janúar 1936.33
30 Str. í. I. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Db. 12, nr. 175. Fært í Db. 13, nr. 450.
31 Sama heimild.
32 Sama heimild.
33 Stj.t0.1936, A.I., 1-2.
A