Saga - 1995, Page 156
154
JÓN Þ. ÞÓR
veiðalöggjöfinni, forðað sökunaut við töku eða gefið veiðiskipi
bendingu um ferðir varðskipanna. Undirrita má slíkt dreng-
skaparvottorð í eitt skipti fyrir öll hjá landssímastjóra. Starfs-
menn loftskeytastöðva í landi mega ekki afgreiða dulmáls-
skeyti til veiðiskipa eða skeyti frá veiðiskipum til manna í
landi fyrr en fyrir þá hefir verið lagður lykill að slíku skeyti;
skulu loftskeytamennimir þýða dulmálsskeytin áður en þeir
afgreiða þau og þyki þeim efni skeytanna að einhverju leyti
grunsamlegt, skulu þeir gera dómsmálaráðuneytinu aðvart
áður en þeir afgreiða skeytin. Dómsmálaráðuneytinu skal og
heimilt að láta athuga skeyti þessi, hvenær sem því þykir
með þurfa og jafnvel stöðva þau, ef ástæða þykir til. Lands-
síminn skal sjá um að rituð séu í sérstaka bók öll skeyti til og
frá veiðiskipum með nákvæmri stund og dagsetningu og í
töluröð. Ennfremur skal loftskeytamönnum varðskipanna og
starfsmönnum við loftskeytastöðvar í landi, sem til þess em
kvaddir, skylt að bókfæra eftir því sem þeim er frekast unnt,
öll skeytaviðskipti og talstöðvasamtöl milli veiðiskipa inn-
byrðis og skeytaskipti þeirra við land. Skulu stöðvamar, varð-
skipin og innlend veiðiskip í byrjun hvers mánaðar senda
landssímastjóranum fmmrit allra þeirra skeyta, sem milli
lands og skipa hafa farið á síðastliðnum mánuði og eftirrit
þeirra skeyta skipa á milli, sem náðst hafa, en hann sendir
þau dómsmálaráðuneytinu að lokinni skoðun.
Sjávarútvegsnefnd Alþingis skal hafa aðgang að öllum
plöggum varðandi greint eftirlit.
Með reglugerð má kveða nánar á um framkvæmd laga þess-
ara og refsa fyrir brot á reglugerðinni sem eftir Iögunum.34
Þriðja grein hafði að geyma ákvæði um refsingar fyrir brot á lögun-
um og vekur athygli, að þær vom mun mildari en gert hafði verið
ráð fyrir í „Ommufmmvarpinu". Þeir, sem gerðust brotlegir við 1.
eða 2. grein bráðabirgðalaganna, skyldu sæta sektum að upphæð
3-15 þúsund krónur, eða fangelsi, sem þó mætti breyta í tveggja
ára hegningarvinnu, ef sakir vom miklar eða brot ítrekuð.35 Er
hugsanlegt að með því að milda refsiákvæðin hafi forsætisráðherra
hugsað sér að draga úr andstöðu stjómarandstöðunnar er lögin
34 Sama heimild.
35 Stj. tíð. 1936, A.I., 2.