Saga - 1995, Page 157
„ÖMMUSKEYTIN" 155
kæmu til umræðu á alþingi og greiða þeim þannig leið í gegnum
þingið.
Formlega séð voru bráðabirgðalögin sett af Kristjáni konungi tí-
unda og hljóðaði greinargerð hans með lögunum svo:
Dómsmálaráðherra Vor hefir þegnlega borið upp fyrir Oss,
að óhjákvæmilegt sé að setja þegar í stað ákvæði um ráðstaf-
anir til varnar því, að skipum sé leiðbeint við ólöglegar fisk-
veiðar; orsök pessa sé sú, að uppvíst hefir orðið við réttarrannsókn,
áð íslenzkir menn hafa gerzt njósnarar fyrir brezka togaraskip-
stjóra um hreyfingar varðskipanna, en ákvæði íslenzkra laga til
varnar njósnastarfseminni ekki nógu ýtarleg. Þar sem stendur á
eins og að framan segir, teljum Vér brýna nauðsyn bera til að
setja bráðabirgðalög samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar um
þetta efni.36
Af orðum konungs mætti ráða, að ekki hefði verið tekið að huga að
lagasetningunni fyrr en að lokinni réttarrannsókninni í máli fimm-
uienninganna, sem áður var frá skýrt. Þetta fær þó trauðla staðist.
Eins og áður sagði, skiluðu þeir Guðjón Teitsson og Guðmundur Pét-
ursson dómsmálaráðuneytinu skýrslu sinni hinn 8. janúar og dag-
mn eftir, 9. janúar, voru fimmmenningarnir teknir til yfirheyrslu.
Næsta dag, 10. janúar, birti Nýja dagblaðið viðtal við Hermann Jónas-
son, forsætis- og dómsmálaráðherra, þar sem hann skýrði frá því að
könnun á skeytasendingunum hefði staðið yfir frá því um sumarið
1935 og að í nóvemberbyrjun það ár hefði svo miklum gögnum verið
safnað að nægur grundvöllur hafi verið kominn undir úrskurð um
rannsókn. í viðtalinu segir Hermann að vísu hvergi beinlínis að
setning bráðabirgðalaga hafi verið undirbúin fyrir 9. janúar, en lík-
legt verður að telja að svo hafi verið. Undirbúningur laganna hlýtur
að hafa tekið meira en fjóra daga og er sennilegt að Hermann hafi
tekið að huga að þessum möguleika þegar um haustið 1935, og varla
síðar en í nóvemberbyrjun.
Umræður um bráðabirgðalögin á alþingi urðu allnokkrar og mót-
oaæltu stjórnarandstæðingar þeim harðlega.37 Lögunum varð þó
ekki haggað, enda erfitt að berjast gegn þeim eftir þá atburði, sem
Urðu á útmánuðum 1936, og enn verður frá greint.
3^ %. tíð. 1936, A.l.,1. Leturbreyting J. Þ. Þ.
37 Alþ. tíð. 1936, B. d, 792-839.