Saga - 1995, Side 158
156
JÓN Þ. ÞÓR
Rannsókn og dómar
Eftir setningu bráðabirgðalaganna var stjómvöldum ekkert að van-
búnaði að hefja gagnsókn gegn landhelgisnjósnurunum og er ljóst
af öllum málatilbúnaði, að ætlast hefur verið til þess að mál gengju
hratt fyrir sig. Með konunglegri umboðsskrá, sem dagsett var 15.
febrúar 1936, var Jónatan Hallvarðsson skipaður rannsóknardómari
í málinu. Var honum falið að hefja þegar í stað framhaldsrannsókn í
málinu og að dæma þá, sem sekir kynnu að reynast. Rannsóknar-
dómaranum var heimilað að setja rétt í sérhverju lögsagnarumdæmi
landsins, ef honum þætti ástæða til, og „að setja í varðhald og hafa í
haldi á hverjum þeim stað, er hentugastur kann að þykja til þess að
málið upplýsist ... þá menn ... er ... virðist nauðsynlegt að hefta."38
Réttarrannsókn hófst að nýju 14. janúar, sama dag og bráðabirgða-
lögin vom gefin út, og stóð linnulítið fram á vor. Fyrst vom réttar-
höld haldin í málum þeirra af fimmmenningunum áðumefndu, sem
gmnur lék á að vissu meira en komið hafði fram við réttarhöldin 9.
janúar. Að því búnu vom kallaðir til yfirheyrslu ýmsir útgerðar-
menn, togaraskipstjórar, umboðsmenn erlendra útgerðarfélaga, loft-
skeytamenn og sjómenn og þeir spurðir í þaula um skeytasending-
arnar. Er útskriftin úr þingbókunum hin fróðlegasta lesning um
þær spurningar, sem fyrir þá vom lagðar, og svör þeirra.39
Engin ástæða er til að rekja hér í smáatriðum það sem fram kom í
réttarhöldunum, en af þingbókunum má sjá, að flestir hinna yfir-
heyrðu könnuðust við að skeyti hefðu verið send á dulmáli á milli
skipa og lands, þótt fæstir vildu kannast við að þau hefðu haft að
geyma upplýsingar um ferðir varðskipa. Jafnframt kom fram í máli
hinna yfirheyrðu, að dulmálslyklum var breytt reglulega, a.m.k.
einu sinni á ári, í öryggisskyni. Gerði það rannsóknardómaranurn
erfitt fyrir, en margir lyklanna, sem notaðir höfðu verið áður en
rannsóknin hófst, höfðu verið eyðilagðir. Tókst því sjaldnast að ráða
skeyti, sem eldri vom en frá árinu 1935.40
Af þingbókunum virðist mega ráða að tvenns konar fyrirkomulag
38 Str. f. I. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Db. 12, nr. 175. Fært í Db. 13, nr. 450.
39 Sama heimild.
40 Sama heimild.